þriðjudagur, janúar 18, 2005

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jamm lífið hefur verið frekar strembið hérna á Englandinu, er að leita eftir nýrri vinnu því ég er orðin hundleiður á vinnunni sem ég er í núna. Ég get sagt margar hryllingsögur um þetta hjúkrunarheimili þar sem ég er að vinna en ég ætla mér ekki að gera það, ég segi bara það að HSSA er betri staður að öllu leyti.

Annars er nú allt gott að frétta frá mér, ég er ennþá svo andskoti ánægður með að fá netið aftur eftir 3 mánuði eða svo. ER er byrjaður að dánlóda eins mikið og ég get áður en einhver stöðvar mig.

Keypti í gær geisladisk með Meistara Jon Lord og fyrir ykkur sem vita ekki ver hann er; hann var organistinn í Deep Purple og samdi öll lögin á Deep Purple and Orchestra og er hann mjög mjög mjög góður lagahöfundur. En nóg um það diskurinn sem ég keypti heitir Pictured Within og er þetta coverið:



En þetta er svona neo-Klassísk tónlist sem fellur svo ljúflega í eyrun, góð melódísk plata sem er gott að chilla við með eitt stykki bjór.

Og eftir mikin þankagang þá hef ég komist að því að það mikilvægasta til að kaupa sér áður en maður gerist foreldri er góð sterk keðja og eyrnatappar., það er alveg ótrulegt hversu mikin hávaða börna geta skapað og hversu hratt þau skríða, og ég get með sanni sagt að maður veit EKKERT fyrr en maður eignast barn sjálfur.

Engin ummæli: