fimmtudagur, október 28, 2004
Æji þeir í BNA eru soldið sorglegir lesið þetta og þá munið þið skilja hvað ég er að tala um.
Annars er ekki neitt mikið að frétta héðan, er bara með þetta andskotans kvef og bara búin að láta mér leiðast... og er líka frekar pirraður útaf því að Chelsea vann West Ham. Og finnst mér það alltaf mikil furða hvað hann Wenger er tapsár soldið einsog Valdi frændi.
Hljómplötur vikunnar eru: Miles Davis - Kind of Blue og Black Sabbath - Tyr
þriðjudagur, október 26, 2004
Já er/var að tala við Baldur gamla og þar segir hann mér að hann er komin með blogg. Og er hann líka með þessa flotta mynd af honum Israel Kamakawiwo'ole.
Til Hamingju með bloggið þitt Baldur.
mánudagur, október 25, 2004
mánudagur, október 18, 2004
Hvað finnst ykkur um þennan texta. Persónulega finnst mér hann Steve Hogarth hitta naglann á höfuðið. Þetta lag er eftir hljómsveitinna Marillion af plötunni Afraid of Sunlight.
Beautiful |
Lyrics: Hogarth
Music: Hogarth/Kelly/Mosley/Rothery/Trewavas |
Everybody knows we live in a world
Where they give bad names to beautiful things Everybody knows we live in a world Where we don't give beautiful things a second glance Heaven only knows we live in a world
And the leaves turn from red to brown
We don't have to live in a world
And the leaves fall from red to brown
You strong enough to be
And the leaves turn from red to brown
You strong enough to be
Black, white, red, gold, and brown
|
Þegar ég skrifaði þetta blogg þá var ég reyndar að hlusta á Pulse of the Maggots með Slipknot soldill munur.
fimmtudagur, október 14, 2004
Fékk pakka í dag frá fjölskyldunni á Íslandi og í þeim pakka var brúðkaupsgjöf frá Svavari(bróa), Lilju og fjöldskyldu og þó nokkrar gjafir fyrir Kaitlyn, en það sem var virkilega sérstakt við þennan pakka var harðfiskur sem ég hef verið að japla á í dag... mmmmmmmm. Verð bara að muna að nota tannstöngul. Takk mamma
þriðjudagur, október 12, 2004
Síðustu daga hafa verið svo sem ágættir. Fór til Kendal, sem er aðalega frægt fyrir tóbaksúrvalið sem er framleitt þar í bæ, á laugardaginn var bara til að skoða um, tiltölega falleg borg þar á ferð mæli með því að fólk fari þangað ef einhver ætlar sér að skoða Vatanhéraðið. Og í gær fórum við Sono til Barrow útaf því ég þurfti að hitta leiðbeinandann minn í hjúkrun, ég á eftir 2 vikur af náminu mínu vúhú. Svo fórum við bara á röltið og stoppuðum við í nokkrum búðum, ég fór í bókarbúð en keypti enga bók sem er frekar nýtt og tölvuleikjabúð, keypti ekkert þar og síðan fór ég í tónlistarbúð þar sem ég keypti 3 geisladiska, Iron Maiden - No Prayer for the dying, Faith No More - Angel Dust og Van Morrison - Hard Nose the Highway, og er ég nú bara ánægður með mín kaup sérstaklega útaf því ég á núna allar stúdíóplötur með Iron Maiden, vúhú.
Og í dag fór ég í Oxfam bara til að labba með Kaitlyn og fann ég þar einn disk sem vakti forvitni mína KoRn - Follow the leader sem er nú bara helvíti góður og sé ég nú ekki eftir því að kaupa þann disk fyrir skít á priki.
Annars er nú heldur lítið að frétta nema það að hún Kaitlyn Björg er að taka tönn og heldur mér og Sono vakandi fram eftir nætur, þannig við Sono ákváðum nú bara að kaupa Scrabble og spilum við á hverju einasta kveldi, og af 10 leikjum hef ég unnið 3, sem mér finnst nú bara andskoti gott miðað við það að ég er að spila á móti einhverjum sem ólst upp á Englandi.
Og já vill sá gestur sem nær tölunni 5000 á teljaranum gera svo vel og skrifa í gestabókinna?
fimmtudagur, október 07, 2004
Já hún Sono(Fyrir ykkur sem vitið ekki hver hún er, hún er eiginkonan mín) á afmæli í dag og er hún búin að lifa af 27 ár og skulum við syngja fyrir hana nú:
Happy Birthday to you, happy birthday to you,
happy birthday dear Sono,
happy birthday to youuuuuuuuuuu.
Eða einsog þau segja hérna:
I wish a many happy returns.
mánudagur, október 04, 2004
Tekið frá Horn.is
"Meintur skemmdarvargur yfirheyrður"
Ef þetta væri hér á Bretlandi þá hefðum við fengið að vita heimilisfangið, hvað hann/hún heitir, og stórra flotta mynd af hverjum sem þetta var með línunni "HANN/HÚN FRAMDI ÞENNAN STÓRGLÆP". Sama kvöld þá mundi tugir, hundrað einstaklingar mobba húsið hans með fullt af skiltum sem búið er að skrifa á "Krossfestum Skemmdavarginn", "Hengjum heiðingjann" "Dyslexics rule KO" og þess háttar, Ígor mundi flýja og skemmdavargurinn yrði tjaðraður og fiðraður og einhver heltekin sál mundi neyða hana/hann til að hlusta á endalausar spólur sem innihalda upptökur af hljómleikum Spice Girls í Istanbúl(þekki einn mann sem fór á þá tónleika, held að hann sé ennþá að fara í mánaralegar sálfræðitíma) sem yrði spilað aftur og aftur og aftur.
Ef einhver ætlar að spyrja þá skal ég segja það núna. Já dagblöðin hér á Bretlandi eru svona vond.
laugardagur, október 02, 2004
Já svona barnaefni lýst mér á:
MOTORHEAD Record Song For SPONGE BOB SQUARE PANTS
Svona á þetta að vera ekki satt?