Hey, hér eru tvö góð slagorð:
Davíð í herinn, og herinn burt.
Halldór í herinn, og herinn burt.
Ó hvað ég er sammála. En nóg um það.
Af hverju nennir fólk ekki lesa stefnskrár annara flokka? Einsog þegar það er talað um Frjálslynda flokkinn, þá er alltaf sagt að þeir eru bara úthugsaðir í Sjávarútvegsstefnunni. Hvað eru margir hérna sem eru að lesa bloggið mitt búnir að lesa stefnuskrá þeirra?
Öll þessi umræða sem ég hef tekið þátt í þá hefur enginn, ég segi það aftur, engin lesið Stefnuskrá sinna flokka hvað þá annara. Og ef það er spurt af hverju lestu ekki Stefnuskrá bara sem dæmi Samfylkingunni þá er iðulega svarað "Heldurðu að ég lesi slíka vitleysu?!?!?!" Hvernig veist að þetta er vitleysa ef þú hefur ekki lesið stefnuskrá þeirra?
Ég er eiginlega á því að sleppa því bara að kjósa. Þetta gengur ekki lengur út á Málefni heldur menn og það er iðulega farið í sandkassann þegar það er talað um stjórnmál(Besta dæmið er þessi maður. Málefnalegur upp að' vissu marki en er greinilega ekki búin að lesa stefnuskrá annara flokka(Og ég efast að hann hafi lesið sinn eigin)).
Bara sem dæmi um þetta í sambandi við ekki Málefni heldur Menn, þá er það auglýsingin hjá Samfylkingunni. "Kjósið mig útaf því að ég er með svo fallegt bros og ekkert lafandi úr klofinu"-auglýsingin. Hvað voru þeir að hugsa? Þetta á að sýna að hún er góður leiðtogi, að kannski mun það vara jafnaðarmaður verða Forsetisráðherra og svo framvegis. En hún höfðu ekki þau áhrif á mig. Heldur þvert á móti. Hún fældi mig burt.
Og nú er bara spurningin, Hvort á ég að kjósa:
X-F eða X-S. Eða bara sleppa því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli