miðvikudagur, desember 11, 2002

Skemmtileg þessi umræða um tölvuleiki. Það er alveg stórskemmtilegt hvað foreldrar reyna að komast framhjá því að vera kallaðir vondir foreldrar. Þið hafið fylgst með þessari umræðu er það ekki? Það er verið að tala um að ofbeldisfullir leikir, kvikmyndir og þættir skapi geðsjúk börn. Nei ÞETTA ER ALVEG RANGT. Tökum mig sem dæmi(Þótt ég sé ekki besta dæmið) ég spilaði Wolfenstein, Duke Nukem, Pacman, Eye of the beholder, Ultima, Doom o.s.frv. Ég er ekki búinn að taka upp byssu eða sverð og drepið fólk hér út á götu útaf því að það eru allir nasistar eða þjófar!

Tölvuleikir, sjónvarpsþættir og Kvikmyndir skapa ekki geðveik börn. Heldur fá geðveik börn hugmyndir. Það er eitthvað að krökkunum ef þeir byrja að herma eftir tölvuleikjum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum! Og það er þá sem foreldrar verða að líta í eigin barm og skoða hversu góðir foreldrar þeir hafa verið!

Engin ummæli: