fimmtudagur, desember 19, 2002

Nöldur #3.
Hótel Höfn. Hvað kom fyrir Ósinn? ég pantaði flatböku(pítsu(pizzu)) þaðan í dag og það er í fyrsta skipti síðan í Maí. Í Maí voru flatbökurnar vondar. Núna eru þær verri! Þetta var hræðilegt. Ég pantaði flatböku með nautahakki, pepperóni og extraosti. Nautahakkið var ofsteikt, og of lítið af því. Flatbakan leit út einsog hún væri með fílapensla! Pepperóní-ið var ekki eldað! Og deigið... var ennþá deig. Hvað kom fyrir ástkæra Ósinn!!!!! Og í þokkabót kostaði hún 1200 kr!!!!!!! Á víkinni kostðai hún 990 kr. 9 tommur.

Annars er allt í fína. Keypti lifandi tré í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kaupi lifandi tré. Og það síðasta. Og skreytum það líka í gær. Og kötturinn vill endilega líka sér. En hún læri lexíu sína þegar hún stingur sig.

Og kötturinn er núna líak mestu leyti sofandi útaf greddunni þessa vikunna.

Engin ummæli: