föstudagur, desember 06, 2002

Hún Sono fékk bréf frá Svæðisvinnumiðlun Austurlands um það að hún eigi að koma á fund til Vökuls næsta fimmtudag. Í þessu bréfi stóð að hún ætti að búa til plan sem sá sem er viðstaddur á að samþykkja. Þetta plan á að ganga út á það að hún eigi að fá vinnu!!! Nei hver andskotinn. Þessi áætlun á að vera raunsæ og á að framfylgja henni. Mig langar að spurja þann sem er að lesa þetta(Ef það er þá einhver) ef maður er atvinnulaus og er að leita sér að vinnu. Gengur þá þessi "áætlun" út á eitthvað meira en að hringja eða mæta á vinnustaði og spurja um vinnu eða sækja um vinnu? Síðan á hún að skila skýrslu um hvernig gengur á tveggja mánaða fresti. Hversu langa skýrslu? Ef manni gengur illa á maður þá ekki að segja. "Ég er ennþá atvinnulaus. En ég er ennþá að leita!" og ef maður er komin með vinnu þá segir maður "Komin með vinnu" eða bara alls ekki neitt.

Sumt af þessu er bara alltof skrýtið, hvernig við náðum að breyta samfélaginu yfir í það sem George Orwell skrifaði um í 1984.
Og hann var að reyna að vara okkur við!

Engin ummæli: