miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég er búinn að taka þá ákvörðun að gerast hjúkrunarfræðingur! Og nú eru áræðanlega flestir af mínu kyni að hugsa "Ha, hjúkrunarfræðingur. Er það starf fyrir karlmann?" og þá segi ég nú bara mér finnst það álitlegra að verða hjúkka heldur en læknir. Það er ekki hringt í mann 30 sinnum á nóttunni þannig ég fæ að halda mínum svefni alveg þangað til ég eignast krakka. Ekki skil ég hvað er að mínum kynbræðrum þegar þeir halda að þetta sé eingöngu kvennastarf. Ætli einhver þeirra hafi reynt að lyfta 100 kílóa karli eða nokkrum kerlingum? Ég segi nú bara það að eina ástæðan fyrir því að konur vinna í þessu starfi er útaf því þær eru hugrakkari en flestir karlmenn. Þetta er alveg einsog með það að karla mundu aldrei þola það að vera ófrískir... hvað þá að fæða eitt stykki barn! Eða tvö!

En nóg um það. Hún Makó(Tengdó) vinnur í Lancaster háskóla og komst að því að ég get farið styttri leiðinna. Þannig ég þarf ekki að klára framhaldskólann. Þeir í Englandi eru að reyna að fá fleiri til að læra hjúkrunarfræði og læknisfræði, þannig að nokkri fá undanþágu. Einsog ég. Þeir sem eru búnir að vinna á sjúkrahús eða hjúkrunardeild um einhvern tíma þá fá þeir undanþágu. Ég er búin að vinna á HSSA(Skjólgarð) í u.þ.b. 2 ár þannig það eina sem ég þarf að gera er að læra í eitt ár fyrir GSCE-próf(Jafngildi Stúdentspróf) standast þau og þá get ég farið beint í hjúkrunarfræði eða læknisfræði! Vúhú.

Þannig ákvörðunin er sú að flytja til Englands í Maí(Líklegast) á næsta ári og fara á eilíft pöbbarölt.

Engin ummæli: