Hef verið að drekkja mér í allskonar tónlist síðast liðnu daga, Bohren & Der Club of Gore, Death Angel, Armored Saint, Ephel Duath, Baby Dee, Andrew WK, Ribozyme, Einherjer, Killing Joke. Mæli með þeim öllum.
Fór á fyllerí síðasta föstudag sem var ekki góð hugmynd, þar sem ég þurfti að mæta í vinnunna daginn eftir klukkan 0700. Úpps. Mæti klukkann 0900, en ekki fyrr en ég tók eftir því að ég hafði sofið mest alla nóttinna í mínu eigin uppkasti, sem var ekki fallegt, svart og kornótt, leit út einsog kaffikvörn. Hmmmmm, kannski ég ætti að kíkja við hjá lækninum.
Kaitlyn er í góðu stuði einsog venjulega, hún er orðin algjör þungarokks gella. Hún hefur sungið í míkrafóninn
og svo keypti ég þennan fína bol handa henni.
Og svo eru komnar nýja myndir af prinsessunni.
3 ummæli:
Úúúú... bara hljómsveit!! Má ég spila á trommur ég get það alveg örugglega ef ég reyni!
Ég hef líka sungið í míkrafón, aldrei bloggar þú um það.
Ætli það sé nú ekki útaf því að hún er dóttir mín
Skrifa ummæli