Er að skapa nýtt albúm fyrir þá mjög stuttu.
Fyrir þá sem ekki vita þá eignaðist ég aðra stúlku þann 23.3.10 klukkan 2257 og var hún 3630 grömm og 49,5 cm. Hún heitir Lena Arna og er Ingvarsdóttir auðvitað en mun líklega bera nafnið Schulz-Ingvarsson. Og auðvitað þá er hún GULLfalleg.
Fæðingin sjálf, virtist fara mjög vel. Get nú ekki sagt mikið um það þar sem ég var nú ekki að fæða barnið sjálfur. En konan notaði fæðingalaug og tók fæðingin 6 klukkutíma, en fyrstu hríðir byrjuðu á Sunnudaginn.
Kaitlyn Björg hafði mjög gaman að vera stóra systir... í nokkrar daga en núna er sjamrinn algjörlega farin fyrir hana.
laugardagur, apríl 03, 2010
mánudagur, febrúar 22, 2010
miðvikudagur, febrúar 17, 2010
Haiku:
Fór í viðtal.
Fæ að heyra á Föstudaginn.
Gaman.
Í stórum dráttum(HAha, dráttur!)
Já ég fór í viðtal í dag, fyrir sama fyrirtæki, bara betri vinnu með betri laun. Staðan sjálf heitir á ensku Associate Practitioner. Er sjálfur ekki voðalega viss um hvað þetta heitir á Íslensku, en þetta er svona svipað og að vinna sem Sjúkraliði. Það besta hinsvegar í sambandi við þessa vinnu er það að ég fæ meiri ákvörðunarvöld um hvernig á að sjá um sjúklinganna. Þetta er eitthvað sem hefur farið í taugarnar mínar vel lengi, að vinna í umönnun, sjá um sjúklinganna daginn inn og daginn út. En svo er ekki hlustað á okkur venjulega starfsfólk um ástandið á sjúklingunum!
Viðtalið sjálft gekk mjög vel, og fæ ég að heyra á Föstudaginn hvort mér hafi gengið jafnvel og mér fannst.
Annars er það nú að frétta að það er ekki lengt þangað til næsta barnið muni fæðast. 2-6 vikur, eða hér um bil. Á að fæðast 15 Mars. Og nei, við vitum ekki hvaða kyn barnið er. Það er nú ekki nema 45% líkur á því hvort sem það verði strákur eða stelpa.
Fór í viðtal.
Fæ að heyra á Föstudaginn.
Gaman.
Í stórum dráttum(HAha, dráttur!)
Já ég fór í viðtal í dag, fyrir sama fyrirtæki, bara betri vinnu með betri laun. Staðan sjálf heitir á ensku Associate Practitioner. Er sjálfur ekki voðalega viss um hvað þetta heitir á Íslensku, en þetta er svona svipað og að vinna sem Sjúkraliði. Það besta hinsvegar í sambandi við þessa vinnu er það að ég fæ meiri ákvörðunarvöld um hvernig á að sjá um sjúklinganna. Þetta er eitthvað sem hefur farið í taugarnar mínar vel lengi, að vinna í umönnun, sjá um sjúklinganna daginn inn og daginn út. En svo er ekki hlustað á okkur venjulega starfsfólk um ástandið á sjúklingunum!
Viðtalið sjálft gekk mjög vel, og fæ ég að heyra á Föstudaginn hvort mér hafi gengið jafnvel og mér fannst.
Annars er það nú að frétta að það er ekki lengt þangað til næsta barnið muni fæðast. 2-6 vikur, eða hér um bil. Á að fæðast 15 Mars. Og nei, við vitum ekki hvaða kyn barnið er. Það er nú ekki nema 45% líkur á því hvort sem það verði strákur eða stelpa.
fimmtudagur, febrúar 04, 2010
Janúar og Febrúar hafa verið frábær tónlistarlega séð, hingað til hef ég hlustað á 4 albúm, öll rosalega góð og á ég von á því að þau öll muni enda í topp 10 þegar árið er búið. Albúmin sem ég hef hlustað sem er svona ótrúlega góð eru:
Blaze Bayley - Promise & Terror:
Hef alltaf verið hrifin af honum Blaze Bayley, bæði sem söngvara, tónlistarmann og mansekju. Maðurinn hefur átt svo ótrúlega bágt með lífið sitt, en heldur áfram að gefa út plötu eftir plötu. Honum var boðið söngstöðuna með Iron Maiden, sem var skrýtið í fyrstu útaf því hvað hann var ólíkur bæði Dickinson og Di'Anno, gaf út tvær plötur með þeim X-Factor og Virtual XI. Að mínu mati þá var ekkert að þessum plötum(Nema kannski lagið Angel & The Gambler og The Unbeliever) sérstaklega X-Factor sem var virkilega dimm og drungaleg, smellpassaði með bassaröddinna hans Blaze. Svo var hann rekin 1999.
Hann stofnaði nýja hljómsveit sem hét einfaldlega BLAZE og gaf hún út Silicon Messiah, Tenth Dimension og BLood & Belief, allar fáránelga góðar þungarokksplötur. En áfengið byrjaði að segja til sín og hann byrjaði að drekka meira og meira, reyndar svo mikið að restin af hljómsveitinni hættu, svo hitti hann Debbie, konu sem hann hafði þekkt í mörg mörg ár og byrjaði með henni. Hún hjálpaði honum að hætta að drekka, ráða nýja hljómsveitarmeðlimi og gaf út Alive in Poland.
Árið 2007 giftist hann kærustu sinni, en 2008 fékk hún heilablóðfall og dó. Og árið 2008 kom platan The Man Who Would Not Die, sem var stórkostleg. Alveg ómótstæðilega æðisleg. Og þrátt fyrir að hann hefði getað hætt við að túra til að syrgja eiginkonu sína ákvað hann að halda áfram með The Tour That Would Not Die.
Og svo í fyrra 2009 dó pabbi hans. En samt heldur Blaze Bayley áfram að syngja og túra. Mig grunar að flestir mundu fá taugaáfall og yrðu settir inn á geðsjúkrahús.
Sigh - Scenes from Hell
Mikið rosalega eru Japanskar þungarokkshljómsveitir geðbilaðar! Samanber Dir En Grey og X-Japan. Svona Avant-Garde-Black-Death-Disco metal.
Orphaned Land - The Never Ending way of the OrWarrior
Geðvillingar frá Israel. Prog-Doom Metal, mikið af pólitískum textum og klassísk austræn hljóðfæri einsog á Mabool. Og ekki sakar það að Steven Wilson(Porcupine Tree) hljóðsetti plötuna. En hér má sjá mynd af þessum köllum(og einni konu, en hún telst ekki með útaf kyni).
Og svo er það svartsmálm snillingurinn Ihsahn sem var aðalsprautan í hljómsveitinni Emperor.
After:
Þessi maður er mikill mikill snillingur. Síðasta platan með Emperor hét Promotheus, og á einu lagi hafði hann sett nógu mikið efni fyrir 2 plötur. Adversary var góð, AnGl var frábær og þessi er rosaleg. Með Saxófón og alles.
Veit einfaldlega ekki hvað meira ég get sagt, nema að tónlistarárið, 2010, lýtur feiknavel út.
Blaze Bayley - Promise & Terror:
Hef alltaf verið hrifin af honum Blaze Bayley, bæði sem söngvara, tónlistarmann og mansekju. Maðurinn hefur átt svo ótrúlega bágt með lífið sitt, en heldur áfram að gefa út plötu eftir plötu. Honum var boðið söngstöðuna með Iron Maiden, sem var skrýtið í fyrstu útaf því hvað hann var ólíkur bæði Dickinson og Di'Anno, gaf út tvær plötur með þeim X-Factor og Virtual XI. Að mínu mati þá var ekkert að þessum plötum(Nema kannski lagið Angel & The Gambler og The Unbeliever) sérstaklega X-Factor sem var virkilega dimm og drungaleg, smellpassaði með bassaröddinna hans Blaze. Svo var hann rekin 1999.
Hann stofnaði nýja hljómsveit sem hét einfaldlega BLAZE og gaf hún út Silicon Messiah, Tenth Dimension og BLood & Belief, allar fáránelga góðar þungarokksplötur. En áfengið byrjaði að segja til sín og hann byrjaði að drekka meira og meira, reyndar svo mikið að restin af hljómsveitinni hættu, svo hitti hann Debbie, konu sem hann hafði þekkt í mörg mörg ár og byrjaði með henni. Hún hjálpaði honum að hætta að drekka, ráða nýja hljómsveitarmeðlimi og gaf út Alive in Poland.
Árið 2007 giftist hann kærustu sinni, en 2008 fékk hún heilablóðfall og dó. Og árið 2008 kom platan The Man Who Would Not Die, sem var stórkostleg. Alveg ómótstæðilega æðisleg. Og þrátt fyrir að hann hefði getað hætt við að túra til að syrgja eiginkonu sína ákvað hann að halda áfram með The Tour That Would Not Die.
Og svo í fyrra 2009 dó pabbi hans. En samt heldur Blaze Bayley áfram að syngja og túra. Mig grunar að flestir mundu fá taugaáfall og yrðu settir inn á geðsjúkrahús.
Sigh - Scenes from Hell
Mikið rosalega eru Japanskar þungarokkshljómsveitir geðbilaðar! Samanber Dir En Grey og X-Japan. Svona Avant-Garde-Black-Death-Disco metal.
Orphaned Land - The Never Ending way of the OrWarrior
Geðvillingar frá Israel. Prog-Doom Metal, mikið af pólitískum textum og klassísk austræn hljóðfæri einsog á Mabool. Og ekki sakar það að Steven Wilson(Porcupine Tree) hljóðsetti plötuna. En hér má sjá mynd af þessum köllum(og einni konu, en hún telst ekki með útaf kyni).
Og svo er það svartsmálm snillingurinn Ihsahn sem var aðalsprautan í hljómsveitinni Emperor.
After:
Þessi maður er mikill mikill snillingur. Síðasta platan með Emperor hét Promotheus, og á einu lagi hafði hann sett nógu mikið efni fyrir 2 plötur. Adversary var góð, AnGl var frábær og þessi er rosaleg. Með Saxófón og alles.
Veit einfaldlega ekki hvað meira ég get sagt, nema að tónlistarárið, 2010, lýtur feiknavel út.
þriðjudagur, janúar 12, 2010
Fékk hann frænda minn, Jón Karl, til að þýða þessar grein eftir mig. Hun var upphaflega á Ensku en ég gat engan veginn þytt hana. Og hefur hún birst á eggin.is
Kapítalismi hefur ætíð vakið bæði undrun og hrylling í huga mér. Þetta gildir ekki síst þegar um heilbrigðiskerfið er að ræða. Ég kem frá ríki þar sem heilbrigðisþjónusta er að mestu í almenningseigu, en undanfarið hef ég heyrt æ fleiri raddir stuðningsmanna kapítalismans sem segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé betri kostur af þeim sökum að eigendurnir mundu reka það betur, enda vissu þeir betur hvaðan féð kæmi og hvert það færi.
Þegar ég flutti til Bretlands hóf ég að starfa á einkareknu hjúkrunarheimili. Ég er fyrst nú að jafna mig á þeirri reynslu. Ég get hreinlega ekki skilið hvernig fólk getur hugsað sér að græða fé á hinum öldruðu og líkamlega og andlega fötluðu. Mér var talið í trú um að það yrði farið betur með þau og að starfsfólkið fengi betur borgað. En báðar þær fullyrðingar hafa reynst rangar.
Starfsfólkið fær naumast lágmarkslaun. Fólk starfar vanalega ekki í heilbrigðisgeiranum af þeim sökum að þeir sækjast eftir háum tekjum, en ef þú borgar starfsfólki þínu smánarlega mun það endurspeglast í þjónustunni sem það veitir. Við erum ekki að ræða um stórar fjárhæðir, heldur einungis nóg til að hafa ofan í sig og á.
Eigendurnir reyna að spara fé á öllu sem að klóm kemur: Mat, þjálfun fyrir starfsfólk og, ótrúlegt en satt, kyndingu! Fé er eytt í nýtt veggfóður og teppi til að bæta ímyndina, en um leið þurfa menn að láta sér nægja sjúkralyftu sem var keypt notuð og gölluð (í hana vantar m.a. hjól).
Ummönnunin sjálf er hryllingur. Við verðum að hafa í huga að um er að ræða fólk sem gengur nú líklega í gegnum ógnvekjandi tímabilsskipti sem veldur miklu hugarangri. Í stað þess að þessi umskipti séu gerð eins þolanleg og mögulegt er situr fólkið í eigin hægðum, borðar mat sem betlarar myndu fúlsa við og eru oflyfjuð.
Ég er nú sannfærður um að heilbrigðiskerfið eigi ætíð að vera rekið af því samfélagi sem það finnur sig í.
Heilsugæsla er ekki bisniss. Enginn ætti svo mikið sem að íhuga það að græða á henni, enda myndi það fela það í sér að einhver annar þyrfti að þjást. Þjáningarnar sjálfa geta valdið keðjuverkun. Ef starfsmaður hringir sig inn veikan eykst um leið álag á aðra starfsmenn. Þetta veldur um leið aukinni streitu, sem veikir ónæmiskerfið og getur valdið enn meiri veikindum. Starfsfólkið endar sjálft á þessum stofnunum.
Heilsugæsla ætti ekki að miða að öðru fjárhagslegu markmiði en að enda á sléttu. Það sem embættismenn og ríkisstjórnir ættu að huga að er að ef þær tryggja að heilsugæslan sé góð og sjúklingar hljóti bata á sem bestan og skjótastan máta, geta þeir haldið áfram að starfa í samfélaginu, öllum til góða. Með heilbrigðara og hamingjusamari almenningi skapast meiri skatttekjur! Þetta er engin kjarneðlisfræði, en virðist samt vefjast fyrir endurskoðendunum í ríkisráðunu sem eiga náið og persónulegt samband við reiknivél sína og hafa tilhneigingu til að líta á fólk sem tölfræðileg fyrirbæri. En á einkavættri stofnun er þá ekki hugsað um gæði þjónustunnar heldur hversu lengi þeir geta gefið þjónustunna, og grætt því meiri pening. Gæði þjónustunar skipta ekki máli heldur magn þjónustunar.
Sá dagur sem fólk heldur að það þurfi að borga í heilsugæslunni il að fá góða þjónustu er sá dagur sem táknar fall mannúðarinnar. Að til sé gott heilbrigðiskerfi er það minnsta sem við getum gert til að endurgreiða þeim öldungum sem byggðu upp samfélag okkar. Þau ættu ekki einungis að eiga kost á góðri ummönnun; hún ætti að vera skylda.
Kapítalismi hefur ætíð vakið bæði undrun og hrylling í huga mér. Þetta gildir ekki síst þegar um heilbrigðiskerfið er að ræða. Ég kem frá ríki þar sem heilbrigðisþjónusta er að mestu í almenningseigu, en undanfarið hef ég heyrt æ fleiri raddir stuðningsmanna kapítalismans sem segja að einkavætt heilbrigðiskerfi sé betri kostur af þeim sökum að eigendurnir mundu reka það betur, enda vissu þeir betur hvaðan féð kæmi og hvert það færi.
Þegar ég flutti til Bretlands hóf ég að starfa á einkareknu hjúkrunarheimili. Ég er fyrst nú að jafna mig á þeirri reynslu. Ég get hreinlega ekki skilið hvernig fólk getur hugsað sér að græða fé á hinum öldruðu og líkamlega og andlega fötluðu. Mér var talið í trú um að það yrði farið betur með þau og að starfsfólkið fengi betur borgað. En báðar þær fullyrðingar hafa reynst rangar.
Starfsfólkið fær naumast lágmarkslaun. Fólk starfar vanalega ekki í heilbrigðisgeiranum af þeim sökum að þeir sækjast eftir háum tekjum, en ef þú borgar starfsfólki þínu smánarlega mun það endurspeglast í þjónustunni sem það veitir. Við erum ekki að ræða um stórar fjárhæðir, heldur einungis nóg til að hafa ofan í sig og á.
Eigendurnir reyna að spara fé á öllu sem að klóm kemur: Mat, þjálfun fyrir starfsfólk og, ótrúlegt en satt, kyndingu! Fé er eytt í nýtt veggfóður og teppi til að bæta ímyndina, en um leið þurfa menn að láta sér nægja sjúkralyftu sem var keypt notuð og gölluð (í hana vantar m.a. hjól).
Ummönnunin sjálf er hryllingur. Við verðum að hafa í huga að um er að ræða fólk sem gengur nú líklega í gegnum ógnvekjandi tímabilsskipti sem veldur miklu hugarangri. Í stað þess að þessi umskipti séu gerð eins þolanleg og mögulegt er situr fólkið í eigin hægðum, borðar mat sem betlarar myndu fúlsa við og eru oflyfjuð.
Ég er nú sannfærður um að heilbrigðiskerfið eigi ætíð að vera rekið af því samfélagi sem það finnur sig í.
Heilsugæsla er ekki bisniss. Enginn ætti svo mikið sem að íhuga það að græða á henni, enda myndi það fela það í sér að einhver annar þyrfti að þjást. Þjáningarnar sjálfa geta valdið keðjuverkun. Ef starfsmaður hringir sig inn veikan eykst um leið álag á aðra starfsmenn. Þetta veldur um leið aukinni streitu, sem veikir ónæmiskerfið og getur valdið enn meiri veikindum. Starfsfólkið endar sjálft á þessum stofnunum.
Heilsugæsla ætti ekki að miða að öðru fjárhagslegu markmiði en að enda á sléttu. Það sem embættismenn og ríkisstjórnir ættu að huga að er að ef þær tryggja að heilsugæslan sé góð og sjúklingar hljóti bata á sem bestan og skjótastan máta, geta þeir haldið áfram að starfa í samfélaginu, öllum til góða. Með heilbrigðara og hamingjusamari almenningi skapast meiri skatttekjur! Þetta er engin kjarneðlisfræði, en virðist samt vefjast fyrir endurskoðendunum í ríkisráðunu sem eiga náið og persónulegt samband við reiknivél sína og hafa tilhneigingu til að líta á fólk sem tölfræðileg fyrirbæri. En á einkavættri stofnun er þá ekki hugsað um gæði þjónustunnar heldur hversu lengi þeir geta gefið þjónustunna, og grætt því meiri pening. Gæði þjónustunar skipta ekki máli heldur magn þjónustunar.
Sá dagur sem fólk heldur að það þurfi að borga í heilsugæslunni il að fá góða þjónustu er sá dagur sem táknar fall mannúðarinnar. Að til sé gott heilbrigðiskerfi er það minnsta sem við getum gert til að endurgreiða þeim öldungum sem byggðu upp samfélag okkar. Þau ættu ekki einungis að eiga kost á góðri ummönnun; hún ætti að vera skylda.
sunnudagur, desember 27, 2009
Tón-listi ársins:
1. Diablo Swing Orchestra - Sing Along Songs for the Damned & Delirious
Skemmtilegt Swing Metal hér á ferð. Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Hún er rosaleg. Það er soldið af Tool þarna, Django Reinhardt, Primus og fleirum hljómsveitum.
2. Thy Catafalque - Roka Hasa Radio
Ungversk þungarokk, allt saman sungið á Ungversku. Líklega frumlegasta platan á þessum lista. Eitt lagið er hvorki meira né minna 20 mínútur
3. Ghost Brigade - Isolation Songs
Niðudrepandi þungarokk. Frá Finnlandi, gaman að herya í svona hljómsveit þaðan. Sérstaklega þegar maður hefur aldrei heyrt neitt annað en Nightwish og önnu hundleiðinleg Power Metal hljómseitir.
4. Damned Spirits Dance - Weird Constellations
önnur hljómsveit frá Ungverjalandi, hræðilegt nafn á bæði hljómsveit og plötu. Og koverið er gubbandi lélegt, en tónlistin er frábær.
5. Devin Townsend - Addicted
6. Devin Townsend - Ki
Maðurinn er snillingur.
7. Skyclad - In the... All Together
8. Antony & The Johnsons - The Crying Light
9. No Made Sense - The Epillanic Choragi
Þeir taka Bal-Sagoth algjörlega í rassinn
10. Lily Allen - It's not me, it's you.
1. Diablo Swing Orchestra - Sing Along Songs for the Damned & Delirious
Skemmtilegt Swing Metal hér á ferð. Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Hún er rosaleg. Það er soldið af Tool þarna, Django Reinhardt, Primus og fleirum hljómsveitum.
2. Thy Catafalque - Roka Hasa Radio
Ungversk þungarokk, allt saman sungið á Ungversku. Líklega frumlegasta platan á þessum lista. Eitt lagið er hvorki meira né minna 20 mínútur
3. Ghost Brigade - Isolation Songs
Niðudrepandi þungarokk. Frá Finnlandi, gaman að herya í svona hljómsveit þaðan. Sérstaklega þegar maður hefur aldrei heyrt neitt annað en Nightwish og önnu hundleiðinleg Power Metal hljómseitir.
4. Damned Spirits Dance - Weird Constellations
önnur hljómsveit frá Ungverjalandi, hræðilegt nafn á bæði hljómsveit og plötu. Og koverið er gubbandi lélegt, en tónlistin er frábær.
5. Devin Townsend - Addicted
6. Devin Townsend - Ki
Maðurinn er snillingur.
7. Skyclad - In the... All Together
8. Antony & The Johnsons - The Crying Light
9. No Made Sense - The Epillanic Choragi
Þeir taka Bal-Sagoth algjörlega í rassinn
10. Lily Allen - It's not me, it's you.
miðvikudagur, desember 16, 2009
Gengur vel hérna. Ég var í ferlega góðu skapi í gær. Byrjaði í verklegu námi í September, Umönnunarfræði þriðja stig, og hef ég núna klárað 4 áfanga í því og á bara eftir 4. Og það lítur út fyrir að ég muni klára þetta í Janúar! Þetta átti að taka heilta ár, en er bara búið að vera 4 mánuðir.
En hey nú er jólin að nálgast og græðgi manna stígur á vitið þannig hér er lítill óskalisti frá mér:
Þetta æðislega málverk væri gaman að fá.
Það væri ekki slæmt að fá þennan míkrafón heldur.
Hvað þá þetta albúm.
Og svo auðvitað Yamaha DD-65
Og svo síðast en ekki síst þessi frakki, allur í svörtu með Cuff-length cape og öðru dúdderíi.
Býst nú ekki við því að fá eitthvað að þessu en mig má dreyma.
En hey nú er jólin að nálgast og græðgi manna stígur á vitið þannig hér er lítill óskalisti frá mér:
Þetta æðislega málverk væri gaman að fá.
Það væri ekki slæmt að fá þennan míkrafón heldur.
Hvað þá þetta albúm.
Og svo auðvitað Yamaha DD-65
Og svo síðast en ekki síst þessi frakki, allur í svörtu með Cuff-length cape og öðru dúdderíi.
Býst nú ekki við því að fá eitthvað að þessu en mig má dreyma.