sunnudagur, desember 27, 2009

Tón-listi ársins:

1. Diablo Swing Orchestra - Sing Along Songs for the Damned & Delirious

Skemmtilegt Swing Metal hér á ferð. Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Hún er rosaleg. Það er soldið af Tool þarna, Django Reinhardt, Primus og fleirum hljómsveitum.

2. Thy Catafalque - Roka Hasa Radio

Ungversk þungarokk, allt saman sungið á Ungversku. Líklega frumlegasta platan á þessum lista. Eitt lagið er hvorki meira né minna 20 mínútur



3. Ghost Brigade - Isolation Songs

Niðudrepandi þungarokk. Frá Finnlandi, gaman að herya í svona hljómsveit þaðan. Sérstaklega þegar maður hefur aldrei heyrt neitt annað en Nightwish og önnu hundleiðinleg Power Metal hljómseitir.

4. Damned Spirits Dance - Weird Constellations

önnur hljómsveit frá Ungverjalandi, hræðilegt nafn á bæði hljómsveit og plötu. Og koverið er gubbandi lélegt, en tónlistin er frábær.

5. Devin Townsend - Addicted

6. Devin Townsend - Ki
Maðurinn er snillingur.

7. Skyclad - In the... All Together

8. Antony & The Johnsons - The Crying Light

9. No Made Sense - The Epillanic Choragi
Þeir taka Bal-Sagoth algjörlega í rassinn

10. Lily Allen - It's not me, it's you.

miðvikudagur, desember 16, 2009

Gengur vel hérna. Ég var í ferlega góðu skapi í gær. Byrjaði í verklegu námi í September, Umönnunarfræði þriðja stig, og hef ég núna klárað 4 áfanga í því og á bara eftir 4. Og það lítur út fyrir að ég muni klára þetta í Janúar! Þetta átti að taka heilta ár, en er bara búið að vera 4 mánuðir.

En hey nú er jólin að nálgast og græðgi manna stígur á vitið þannig hér er lítill óskalisti frá mér:

Þetta æðislega málverk væri gaman að fá.



Það væri ekki slæmt að fá þennan míkrafón heldur.


Hvað þá þetta albúm.


Og svo auðvitað Yamaha DD-65

Og svo síðast en ekki síst þessi frakki, allur í svörtu með Cuff-length cape og öðru dúdderíi.

Býst nú ekki við því að fá eitthvað að þessu en mig má dreyma.

laugardagur, nóvember 14, 2009

Ég hef beðið lengi eftir þessu og loksins hafa FRÁBÆRAR plötur komið út. Ég hef hlustað óendalega mikið á þessa plötu:

Í uppáhaldstónlistarsíðunni minn, þá skrá þeir þessa hljómsveit sem Avant Garde Metal, en hljómsveitin sjálf kalla tónlistinn sína Riot Opera. Sagan á bakvið þessa hljómsveit er heldur löng, eða svo segja þeir. Hljómsveitin var fyrst stofnuð í Svíþjóð 1501, hljómsveitin spilaði tónlist sem var svo fjörug og seiðandi að allir í Svíþjóð fylgdu þeim og Kirkjunni líkaði ekki vel við það og byrjuðu að reyna að eyðileggja orðróm þeirra og kölluðu tónlistinna Djöflatónlist(Sounds familiar). Þegar þau hættu þá gerðu nokkrir þeirra samkomulag að afkomendur þeirra mundu stofna hljómsveit eftir 500 ár og halda áfram að spila tónlist þeirra.

Það eru 6 meðlimir,
Daniel Håkansson

- Guitars & Vocals
Pontus Mantefors
- Guitars & FX
Annlouice Loegdlund
- Vocals
Andy Johansson
- Bass
Johannes Bergion
- Cello
Andreas Halvardsson
-Drums
Og blandan er frábær. Það er smá af Big Band djassi, Primus rokk, Tool, Flamingo, BelleVille Rende Vous, og miklu miklu meira. Gvuð hvað ég væri til í að sjá þá læf.

Þessi plata er alla komin á toppinn á mínum 2009 lista. Fokk já.




þriðjudagur, nóvember 03, 2009



Æðisleg plata þessi. Veit ekki hvaðan þessi hljómsveit er, en þau spila Latínu Djass og taka lög einsog South of Heaven(Slayer), Black Sabbath(Black Sabbath), Peace Sells(Megadeth) og breytta þau svo í þetta magnaða latínudjass sem er helvíti gott að slaka á með.



En plata ársins hingað til hlýtur að vera þessi:


Ég get ekki hætt að hlusta á þessa plötu. Fokking já. Big Band Metal er það sem ég kýs að kalla þetta. Ein frumlegasta plata sem ég hef hlustað á í langan tíma. Einsog þetta lag, Stratosphere Serenade. Endariffið er ógleymanlegt.

Ég hef reynt að finna eitthvað að þessari plötu en einsog er þá get ég það ekki. Söngkonan passar ótrúlega vel við, ryþmaparið minna mig á Les Claypool og Tim "Herb" Alexander úr Primus.

laugardagur, október 31, 2009

jæja fólk. Krílið er núna 20 vikna gamalt og hér er nýjasta myndinn:

Baby v 20 weeks

þriðjudagur, september 29, 2009

Var að skyrpa blóði í gær... ekki gaman.

mánudagur, september 28, 2009

Var að versla mér mína eigin afmælisgjöf. Ónotaður Vorson V-2026 rafmagnsgítar. Mjög fallegur gítar. Skoðaði nokkrar júTjúp klippur af einhverjum gæja að nota þessa græju og hún hljómar svo vel. Ég held að ég eigi eftir að skíra hana María. Gítarinn sem ég er með einsog er er frá fyrirtæki sem heitir Lindo og sá gítar er hræðilegur og hún heitir Gvendólína.

Woohoo, mig hlakkar svo til.

Hingað til þá verð ég að segja að tónlistarárið í ár hefur ekki verið alveg rosalega gott. Jú það hafa komið út góðar plötur, en ekki alveg jafnmargar FRÁBÆRAR plötur og í fyrra. Í fyrra komu út þessi meistarstykki:
Septic Flesh - Communion
Mike Patton - A Perfect Place
Opeth - Watershed
Dir En Grey - Uroboros
Rose Kemp - Unholy Majesty
The Monolith Deathcult - Triumvirate
Portishead - Third
Agalloch - The White
Blaze Bayley - The Man Who Would Not Die
Testament - The Formation of Damnation
Herrschaft - Tesla
Baby Dee - Safe Inside The Day
Warrel Dane - Praises to the War Machine
Communic - Payment of Existance
Hollenthon - Opus Magnum
Meshuggah - Obzen
Death Angel - Killing Season
Mammút - Karkari
Anathema - Hindsight
The Streets - Everything is Borrowed
Cult of Luna - Eternal Kingdom
Nick Cave - Dig Lazarus Dig
Kayo Dot - Blue Lambency Downward
Sun Kil Moon - April

Í ár hafa örfáar frábærar plötur komið út
Devin Townsend - Ki
Thy Catafalque - Roka Hasa Radio
Antony & The Johnsons - The Crying Light.

En árið er ekki búið þannig ég mun bíða aðeins lengur.

sunnudagur, september 27, 2009

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann INGVAR, hann á afmæli í dag.

Það er nú ekki mikið sem ég vil. Bara nokkrir hlutir einsog:
Frakki.
Gítar.
Trommutölva.
Ást(keypt eða ókeypis, bæði virka vel).
Og þess háttar.

----------------------------

Hef hlustað mikið á BBC Útvarpsleikrit, aðalega þau sem eru byggð á bókum eftir Terry Pratchett. Virkilega vel sett upp. Væri gaman að sjá hvernig þeir mundu setja Nightwatch í kvikmynd.

En mig hlakkar til að sjá Gone Postal, sú bók var einstaklega góð. Hogfather var mjög góð en Colour of Magic var ekki nógu góð.

Hitt leikritið sem ég hef hlustað á var Wizard of Earthsea eftir Ursula Le Guin sem er ein uppáhalds bókin mín, og átti sú bók mikla möguleika sem kvikmynd en þær sem hafa verið búnar til, Earthsea og Gedo Senki, voru misgóðar. Earthsea var hræðilega og í Gedo Senki þá var alltof mikið breytt þó að teiknimyndin sjálf var ágætt.

þriðjudagur, september 15, 2009

Loksins. Flestir hérna vita það kannski en, ég og konan eigum von á barni í Mars. Fékk loksins að segja fólki frá þessu í vinnunni. Við vitum ekki hvað það á eftir að vera. En Kaitlyn Björg getur ekki beðið eftir því og er meirað segja búin að ákveða hvað barnið á að heita. Ef strákur þá á hann að heita Tom ef það er stelpa þá á hún að heita Lucy. Er núna að reyna að hanna eitthvert tattú til að setja á handlegginn minn. Eða allavega finna eitthvað sem er flott sem ég get síðan bætt við. Veit allavega að nafnið þarf að vera í Aquamarine lit(?!?!!). Kannski eitthvað byggt á þessari mynd:

--------
Er núna byrjaður í náminu mínu. Þetta hefur tekið soldið langan tíma til að byrja, en er núna mjög hamingjusamur með það. Gengur mjög vel. Vona að ég geti klárað þetta í Nóvember.

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

15.03.10.

Mikilvæg dagsetning.

mánudagur, ágúst 17, 2009


Síðasta Laugardag, dó hún frænka mín, Björg Savarsdóttir. Einungis 58 ára eftir margra ára baráttu við krabbamein. Ég á eftir að sakna hennar mikið og vil ég votta samúð mín til syni hennar, systkyni og móður.

Myndin hér fyrir ofan var tekin á síðasta ári þegar öll fjölskyldan ákvað að koma í heimsókn til að halda upp á afmæli henna Kaitlyn Bjargar.

Ég er mjög þakklátur fyrir það að ég náði að kveðja hana á meðan ég var á Íslandi og sérstaklega að hún Kaitlyn Björg náði að hitta hana aftur og kveðja í síðasta sinn.

Ef það er til guð þá vona ég að hann/hún min taka vel á móti henni. Ef ekki, Björg við munum hittast aftur og þegar það gerist þá mun ég faðma þig ennþá meira.

föstudagur, ágúst 14, 2009

Við hjúin og litla stelpan komum til Íslands og fórum frá Íslandi fyrir ekki svo löngu. Og má sjá myndir hérna og hérna. Vona ég, ef ekki skulið þið bara segja svo.

Það var nokkuð gaman, sérstaklega útaf því að Hálfdan og fjölskyldan hans voru þarna líka, og var nokkuð skondið að sjá hvernig Kaitlyn Björg á eftir að láta sem eldri systir.

Við gerðum nú ekki mikið á meðan við vorum þarna. Löbbuðum soldið, borðuðum soldið og þess háttar. Fórum og skoðuðum Kárahnjúkavirkjun, sem var heldur skrítið, Héraðið sjálft var rosalega fallegt, leiðin til Kárahnjúkavirkjun var ofboðslega ljót leit út einsog það hafði verið kjarnorkustyrjöld þarna, en náttúran í kringum Virkjuninna sjálfa var rosalega falleg.

Sundlaugin verð ég að segja er æðisleg. Var mikið mikið sjokk að koma hingað til Bretlands aftur og stíga í Sundlaugarnar hérna, sem eru upp til hópa hræðilegar. Salt Ayre sundlaugin sem ég fer oftast í er svona ágæt miðað við Enska staðla en miðað við Íslenska þá væri búið að loka honum snemma síðustu öld. Nuddpotturinn, til dæmis, er sama hitastig og Sundlaugin sjálf. Sundlaugin er 33 metra löng(Bara útaf því) og ísköld. Plús sturturnar eru Unisex, og ENGINN fer í sturtu áður en þeir stíga í lauginna og allir þurrka sig í klefunum!

Það besta við þessa ferð var þegar við öll systkynin vorum loksins í sama herbeggi í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma. Og var mikið öl drukkið þá.

Í dag þá hef ég unnið á Ridge Lea geðsjúkrahúsinu nákvæmlega 3 ár! Hefur verið andskoti góður tími, og líkað mína að flestu leiti. Lært mikið og mikið gerst á þeim tíma. Aðalega það að ég hef farið í gegnum skilnað orðið einstæður faðir í nokkra mánuði sem var nokkuð gaman. Fannst soldið skondið þegar ég hugsaði um viðtalið, það voru 2 að sjá um viðtölin og 2 árum seinna þá hefur við öll 3 farið í gegnum skilnað. Merkilegt það sko.

Í september þá mun ég loksins byrja á Umönnunarfræði, stig 3. Eitthvað sem ég hef beðið eftir síðust 4 árin. Þetta er vinnunám og þegar ég klára það þá er ég með svipaða stöðu og Sjúkraliði á Íslandi. Og þegar ég er búin með það þá mun ég loksins LOKSINS getað byrjað á Hjúkrunarfræði!

fimmtudagur, júlí 09, 2009

Psychoville er tær snilld:

Mr. Jelly


Joy and Freddie Fruitcake:

laugardagur, júlí 04, 2009

Vá þvílíkt annríki!!! Spyr nú bara hversu mikið af þessu eru ýkingar.
Hér, sitt ég... einn heima... fyrir framan helvítis tölvunna!!! Á MEÐAN ANNAðÐ FÓLK SKEMMTIR SÉR Á HUMARHÁTÍÐINNI!!!! Þetta er ekki sanngjarnt. Það mesta sem hefur komið fyrir mig í dag er að ég hef hreinsað lyklaborðið... sem var heldur betur ógeðslegt, tóbak, hár(Ekki punghár, vona ég), naglaklippingar... og svo framvegis. Og hitt sem ég á eftir að missa af er Eistnaflug! Andskoti djöfulsins helvítis...

En hins vegar á ég eftir að koma til íslands þann 24 og Hálfdan bróðir kemur þann 26. Þannig vonandi mun öll fjölskyldan loksins vera undir sama þaki, sem á eftir að vera gaman. Skiptir ekki máli hvort það sé í nokkra klukkutíma eða nokkra daga. Hef ekki séð þennan mann í nokkur ár núna. Og verður gaman að sjá hvernig Ari Alexander og Kaitlyn Björg eiga eftir að taka hvort öðru.

Og ég býst við því að þeir örfáu hræður sem ég þekki verði nú ekki á Hornafirðinum þegar við komum þangað einfaldlega útaf því að Humarhátíðin verður búinn, Eistnaflugið horfið og Verslunarmannahelginn er rétt handan við hornið.
Skrifa skrifa skrifa.

Í gær þá hlustaði ég á Brimað á Dauðhafinu með Tentacles of Doom. Kom skemmitlega á óvart verð ég að segja. Ekkert rosalegt á ferð en nokkuð skemmtilegt paunk. Tónlistin sjálf var ekki neitt nýtt, en söngurinn og textarnir(Sem á nú ekki að koma á óvart, ég meina hún er nú systir min) voru bæði mjög skemmtileg. Veit nú ekki hvort hún Alexandra hafi tekið eftir því en viðlagið úr Sannleikur var keimlíkt viðlaginu Open með einni uppáhalds hljómsveitinni minni Queensryche. Þó að eigi nú líklega ekki eftir að hlusta á BáD oft, hlakkar mig mikið til að hlusta á nýju plötunna, sem þau hafa gefið út... kannski ég geti fengið ókeypis afrit(wink wink).

fimmtudagur, júní 18, 2009

Var að horfa á nýju þættina eftir Steve Pemberton og Reece Shearsmith, snillingarnir sem skrifuðu The League of Gentlemen, sem voru snilldarþættir. Psychoville er svipað að því leiti að þetta eru Hrollvekju-Kómedíur. Og fyrstu tveir þættirnir voru frábærir, Dawn French fór sérstaklega vel með hlutverkið sitt Ljósmóðirinn Joy sem á dúkku sem hún kallar Freddie Fruitcake, hún stelur blóð fyrir dúkkunna sína til að gefa, ein senan var að hún stal blóð og setti í flösku og söng Wish You Upon A Star og setti svo blómberjasafa í staðinn fyrir blóðið(And none will be any wiser) og sagði svo "Then Freddie can have his medicine."

Þegar þessir þættir verða sýndir á Íslandi þá mæli ég hjartanlega með þeim.

fimmtudagur, júní 11, 2009

Ég elska tónlist. Það vita líklega flestir, en svo allir vita það ÉG ELSKA TÓNLIST. Ég er nokkuð stoltur af tónlistarsmekkinum mínum. Hef gaman af flestum tónlistarstefnum. Ég á það til að hlusta meira á þungarokkið en nokkuð annað, en það sem er líka í safninum mínu er til dæmis Lily Allen, The Streets, Stephane Grappelli, Miles Davis, Dave Brubeck, Deep Purple, Marillion, John Lee Hooker og svo framvegis og svo framvegis.

Keypti mér nú um daginn nýja MP3 spilara, af gerðinni Creative Zen Vision M sem ég kalla inZen. Creative MP3 spilararnir eru frábærir, mundi meira segja halda því fram að þeir eru betri en iPod-arnir. Ekkert iTunes rugl og þess háttar. Hljómgæðin eru æðisleg á þessari maskínu. Keypti bilaðan Zen frá eBay og keypti síðan nýjan harðan disk fyrir þetta tæki og núna virkar það bara djöfla vel. Er núna með næstum 8000 lög á spilaranum en á tölvunni sjálfri 14091 mp3 og wma skjöl. Ákvað að sleppa öllum uppistöndurum og tónleikum úr inZen.

Bara til að allir skilji þetta:
Ég ELSKA tónlist.

sunnudagur, júní 07, 2009

Hér eru nokkur skemmtileg húðflúr.