laugardagur, febrúar 07, 2009

Tony Martin úr Black Sabbath

Black Sabbath er hljómsveit sem hefur verið lengi í uppáhaldi hjá mér. Fyrsta platan sem ég heyrði með þeim var fyrsta platan þeirra og ég held að ég hafi verið 12 eða 13 ára. Hlustaði svo á flestar plötur þeirra sem voru gefnar út á áttunda áratuginum og er Sabbath Bloody Sabbath ennþá í topp 5 þungarokksplötur allra tíma hjá mér.

Ég var alltaf á því að Black Sabbath hætti þegar Ozzy var rekin. Skil alveg af hverju hann var rekin og ég samþykki það að Dio hafi gert góðar plötur með þeim, en þetta var samt ekki Black Sabbath einhvern vegin. Plús það að líklega besta ryþmapar allra tíma hættu.


En ég skipti um skoðun þegar ég heyrði plöturnar með Tony Martin. Flestir þungarokksaðdáendur gleyma þessum frábæra söngvara. Fyrsta platan sem hann söng með Black Sabbath var The Eternal Idol. Sem kom skemmtilega á óvart. Og maðurinn kann að syngja. Og það sem ég fattaði loksins með þessari plötu var að Ozzy var ekki herra Black Sabbath, það var hann Tony Iommi. Herra Rosa-Riff. Eftir þetta voru það The Headless Cross, Tyr, Cross Purposes og Forbidden.



En þá ákvað Tony að honum vantaði péning og fékk orginal lín-uppið til baka. Sem var frekar fúlt fyrir þá sem voru ánægðir með Tony Martin plöturnar og svo auðvitað Tony Martin sjálfan.

Allar þessar plötur voru andskoti góðar. Mæli ég sérstaklega The Headless Cross og Tyr.

Sem betur fer hefur maður náð að byrja á sólóferlinum sínum og gefið út 2 plötur Back Where I Belong og Scream. Sem er báðar helvíti góðar.

þriðjudagur, febrúar 03, 2009

Fyrir ekki svo löngu þá fórum við feðginin til Þýskalands, nánar tiltekið Kassel. Mjög falleg borg, með u.þ.b. 200,000 íbúum. Grimm bræðururnir bjuggu þar í dágóða stund og skrifuðu mikið af sögum þeirra þar. Og ennþá má sjá kastalann sem sagan um Rappunzel með fallega langa hárið var byggð á.



Kaitlyn þótti voðalega gaman þarna, sérstaklega þegar það byrjaði að snjóa, og byrjaði hún að búa til snjókarl, sem ég skírði Ludwig útaf því að hann missti höfuðið daginn eftir.



Gerðum ekki voðalega mikið einfaldegar útaf því að 7 dagar er einfaldlega ekki nóg. En keypti hins vegar lífrænt tóbak sem er fáránlega sterkt og heitir American Spirit. En ég drakk ekki mikin bjór á meðan ég var þar, drakk reyndar 2 rauðvínsflöskur eitt kveldið sem var gott. En eini bjórinn sem ég prófaði var reyndar ekkert voðalega góður, með svona eplasider eftirbragði. Og finnst mér cider andskoti góður en ekki þegar hann er blandaður með bjór.


Það sem kom mér líka á óvart er að ég horfði ekki neitt á sjónvarp allan þennan tíma, þó að ég notaði gemsann andskoti mikið til að fylgjast með Fésbókinni. Og verð ég nú að segja að hvað ég er ánægður með fólkið á Íslandi, já það voru einhver ofbeldi og þess háttar en að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn er frábært, og mikið var að það kom fyrir. Vonandi hættir helvítis afró-wannabe hálfvitin sem Seðlabankastjóri. Og þetta fannst mér fyndið að lesa. Nei Halldór, þetta er ekki einu sinni nálægt því að vera einelti, bara réttlát eftirspurn, að þessi apaketti í Seðlabankanum hætta einfaldlega útaf því að það er frekaraugljóst að þeir ættu að hætta vegna þess að þeir vita ekki hvað þeir eru að gera eða hafa gert hingað til.

Elsku Halldór Blöndal viltu ekki bara fara í skotbyrgi með Geir Haarde, Davíð Oddson og öllum hinum sem voru í ríkisstjórnini með Sjálfstæðisflokkinum og fremja fjölda-sjálfsmorð, skitpir ekki máli hvernig þið farið að því svo lengi sem þið gerið það.

Ég held nú að allir mundu þá anda miklu léttar.


En nóg um það, núna er ég komin með þennan æðislega gemsa sem ég fékk með ókeypis með nýjum samningi. Sony Ericsson C905.



Það var eitt sem ég tók eftir í sambandi við Þýsku, þegar ég var að hlusta á konuna tala við annað fólk þá tók ég eftir því að maður þarf að vera nokkuð nett pirraður til að tala Þýsku almennilega.

Það kom soldill snjór hér í Lancaster í gær. Kaitlyn var aftur mjög ánægð með að sjá það, en það snjóaði nú ekki nógu mikið til að búa til almennilega snjókarl og snjórinn sjálfur var ekkert voðalega góður.

En við fórum nú samt út að labba til Williamson Park, sem leit mjög vel út, þakin hvítum snjó.

mánudagur, janúar 26, 2009

sunnudagur, janúar 18, 2009

Er á leið til Þýskalands seinna í dag. Á eftir að vera gaman, mun kannski setja inn myndir þegar ég nenni, eða ég sett það bara á Fésbókar-prófílinn minn. Ég var nokkuð ánægður þegar ég sá þessa grein á eggin.is. Þetta er reyndar gömul grein, en hún er alveg jan mikilvæg núna og þegar hún var skrifuð.

En það sem var gaman við að sjá þessa grein birta aftur og svo skrifa þessi frekar löngu blogg, kveiktu aftur áhugann minn á því að skrifa. Þannig ég hef verið að setja nokkrar hugmyndir á blað. Og nú líður mér einsog eitthvert stórt flóð er á leiðinni!

Margt sem mig langar að skrifa um, vonandi klára ég mest af því.

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Finnst alltaf gaman að lesa tauðið hjá honum Þórði. Bæði það versta og það besta við skrifin hans er það að hann hittir naglan mjög oft á höfuðið og er andskoti skondinn með. Var að lesa kannabis greininna hans. Þetta er eitthvað sem hann hefur skrifað um oft, og ég virði hann mjög mikið fyrir það. Og í síðasta þvaðri hans þá verð ég að segja að ég er 100% sammála honum.

Það versta sem maður kemst í þegar maður er að reyna að rökræði um Kannabis(og um næstum hvert einasta fíkniefni sem er til) er þegar maður er að tala við persónu sem er annaðhvort í hópi A eða hópi B. Einn trúir því að það er ekkert að því og hinn trúir að það ætti að skjóta alla hasshausa. Persónulega er ég í báðum hópum. Það er ekkert að þessu svo lengu sem maður notar þetta í hófi, einsog vínandi.

Fyrsta skipti sem ég prófaði hass(þaes, af alvöru) var þegar ég var svona 20 ára. En það sem ég gerði sem ég held að hafi gert gæfumuninn var að lesa um það fyrst, ein bókin sem ég las var Cannabis Culture: A Journey Through Disputed Territory eftir Patrick Matthews. Líklega óhlutrægasta bók sem ég hef lesið um þetta málefni. En aðal munurinn er sá að ég fæ mér að reykja kannski 2-3 á ári.

En hér kemur hinn punkturinn, ég hef unnið á geðsjúkrahúsi í svona sirka yfir 2 ár. Þá er það sem ég hef tekið eftir er að fíkniefni hafa MJÖG alvarleg áhrif. En þá er ég að tala fólk sem hefur notað MÖRG fíkniefni og OFT líka. Þá er ég ekki að tala um að þau notuð Fíkniefni A eina vikuna og Fíkniefni B þá næstu, eða einn daginn og svo næsta. Heldur fólk sem hefur notað Fíkniefni A, B og C sama daga, meira að segja sama klukkutíma og svo sullað onní sig einn líter af Vodka og byrja svo heyra raddir í kringum sig eða spegillinn er að tala við sig. ÞÁ er það stór hættulegt.

Ég hef séð um fíkniefnaneytendur, EN ég á líka vini sem nota fíkniefni. Svo lengi sem þau eru ekki að reyna pota þessu að mér þá er mér nett sama hvort þau noti það eður ei, oftast nær. Einn vinur minn þjáist af geðhvörfum, og hann hefur notað lyf sem læknirinn gaf honum sem kallast Lithium(sama efni og er notað í endurhlaðanleg batterý). Og honum líkað bara hreynt ekki við það. Þannig í staðinn notar hann hass, og er hann einhver andskotans hippi sem situr í sófa sínum og dagdreymir alla daga allann daginn? Nei hann er með vinnu, hann á barn og er með tiltölega venjulegt líf. Notar hann það á hverjum einasta degi? Nei, aðra hverja viku eða svo. Stundum oftar stundum sjaldnar. Ég man nú eftir að það voru gerðar einhverja rannsóknir hér í Bretlandi um kannabis einsog þessi, og þessi, og svo þessi. En vandamálið við þessar greinar er það að þær eru allar byggðar á rannsóknum á fólki sem notaði Kannabis á hverjum degi OG notuðu önnur fíkniefni. Ef þú reykir á hverjum degi í einhver ár þá áttu í hættu við að fá krabbamein, asma og allskonar kvilla! Síðan á sömu síðu er hægt að lesa þessa og þessa grein. Og já ég elska að lesa The Independent. Já það er plebbablað, en það er gott plebbablað.

Veit nú ekki hvað meira ég get skrifað. Hvort einhver getur skilað þvælunna er líka annað mál, en mér er skítsama, ég vildi bara fá að skrifa eitthvað langt og mikið og mér hefur tekist það núna.
Innlegg númer 500!!!!

Jey!!! Húrra!!! Hef bloggað síðan Ágúst 2002. Gæti haft rangt fyrir mér en ég held að ég hafi verið sá fyrsti þarna á Hornafirðinum.

Kom eitt nokkuð merkilegt fyrir í dag. Ég var nýbúinn að sækja þá stuttu frá einni vinkonu minni, og þegar við vorum að labba heim þá var þessi djöfla-flotta kvensa labbandi fyrir framan okkur sem snúði sér við og sagði "Afsakið, sagðir þú 'Hafðu engar áhyggjur'?"!!! Annar Íslendingur hér í Lancaster! Og svo spurði hún(!) "So do you speak Icelandic?" og ég sagði nú að ég hafi talað það tungumál í næstum 25 ár, ekki alltaf vel kannski en það er nú allt annar handleggur.

Á Eggin.is mun birtast grein eftir mig. Þetta er reyndar soldil gömul grein, en alveg jafn mikilvæg núna og hún var þá.

En það er nú eitthvað sem ég hef ekki gert nóg, skrifa það er að segja. Einhver vegin hefur áhuginn ekki verið þar, svona einsog að kyrja... Ég vil byrja aftur en finn bara ekki áhugann til þess að gera það. Stundum koma, svona, ahhh, jah, stundir yfir mig... en yfirleitt á þeim tímum sem ég er ekki með skriffæri og blað!

En stundum er líka gott að skrifa um ritstíflu.

Er á leið til Þýskalands næsta Sunnudag, Kassel nánar tiltekið. Ætti að vera gaman.

mánudagur, janúar 05, 2009

Eggin.is

Stórmerkilegt fyrirbæri, góðar greinar og þess háttar. Tók mig soldin tíma að fatta að hann frændi minn var að skrifa flestar greinarnar þarna. Og eftir soldin tíma þá fékk ég skilaboð frá honum á Fésbók, þar sem hann bað mig um að hjálpa til með á eggin.is, og nú eru líklega liðnir 2 mánuðir síðan og ég hef ekki gert neitt. Af hverju? Jah, ég bara veit það ekki. Getur verið leti, getur verið hvað sem er. Aðalega þó er það útaf því að ég skil varla í Joomla kerfið sem þeir nota.

En ég ákvað að halda áfram, í gær þá fann ég þessa andskoti skondna frétt, og ætlaði ég að þýða það yfir á íslensku. En... ég varð bara kjaftstopp. Ég gat ekki þýtt það frá enskunni yfir í íslenskunna! Ég kann núna enskunna svo miklu betur en íslenskunna að það er fáránlegt. Fékk næstum tár í augun. En þetta er eitthvað sem hefur bjátað á mikið síðan ég flutti hingað til Bretalands. Sem líklega þeir sem lesa þessa síðu reglulega(Hverjir eru þið?) taka eftir.

Oftar en ekki, þegar ég reyni að segja/skrifa eitthvað á íslensku þá kemst það aldrei út. Ég veit hvað ég vil segja/skrifa, en oftast þá hugsa ég á ensku... mig dreymir meira að segja á ensku! Þetta er ferlega óþægilegt og nokkuð hræðandi fyrir mig. Ég vil ekki gleyma mínu tungumáli, ég elska tungumálið mitt og ég sakna þess svo ótrúlega andskoti mikið að búa á Íslandi.

Það vantar fleiri Íslendinga hér í Lancaster.

sunnudagur, janúar 04, 2009

Gleðilegt ár gott fólk.

Fyrsta innlegg þessa árs.

miðvikudagur, desember 31, 2008

Innlegg númer 60 fyrir þetta árið.
Núna eru bara 1 og hálfur tími eftir af þessu ári.Hér sit ég einn og yfirgefin, ef í góðu skapi. Einfladlega útaf því að stelpan kom aftur heim í gær. Við fórum á leikrit í dag sem heitir Sleeping Beauty sem var mjög skemmtilegt, sem The Dukes of Lancaster settu upp. Þetta ár hefur verið mjög skemmtilegt að mörgu leyti.

Er ennþá í sömu vinnunni en það er svosem allt í lagi. En hef verið mjög iðin í að sækja um aðrar vinnur.

Skilnaðurinn var loksins búin í September, rétt áður en ég átti afmæli! En besta afmælisgjöf sem ég hef nokkurn tíman fengið í póstinum!

Ég hef nælt mér í aðra kvensu, og höfum við verið saman meira og minna síðan í Mars fyrir utan einn mánuð. Og erum við Kaitlyn svo að fara til Þýskalands þann 18 til að hitta hana og fjölskyldu hennar. Og svo ætlum við að fara í eina rómatíska ferð saman til Iona í Febrúar.

Ferðin til Íslands var mjög góð. Ég einfaldlega vildi ekki fara. TestIfesT var frábær, eitt það besta sem ég hef tekið þátt í. Gott fólk, góður bjór og oftar en ekki frábær tónlist.

Hef náð að skrifa eitt ljóð þetta árið sem er meira en árið 2007. Sem hét því fallega nafni I Want You.

En svo er nú ekkert annað sem ég man eftir nema kannski Gleðilegt Nýtt ár allir saman og ég vona að ég geti hitt sem flest ykkar á nýja árinu.

þriðjudagur, desember 23, 2008

Í dag þá á vonandi eftir að vera gaman hérna hjá mér. Ákvað að bjóða nokkrum vinum í mat og alkóhól. Kaitlyn mun eyða jólunum með móður sinni, en kemur svo aftur rétt fyrir nýárið. Og kærastan er ennþá á Þýskalandi sem er heldur fúlt, líka.

----

Komst í soldið skondið ástand um daginn. ég var að koma úr vinnepásu þegar einn sjúklingurinn spurði:
s: Hvaðan ertu, vinur?
ég: Íslandi.
s: Ahhh, semsagt þú ert Danskur.

----

Og það sem ég hef talað um topp plötur ársins þá ætla að núna að ræða um vonbrigði ársins

Filter - Anthems For The Damned
Ekki slæm plata, bara ekki jafn góð og The Amalgamut, Short Bus og Title Of Record. Þessi er eitthvað alltof fáguð.

Exodus - Let There Be Blood. Satt að segja þá hef ég aldrei verið hrifin af Exodus og þessi plata var ekkert að breytta því. Hlustaði bæði á Bonded By Blood og þessa og hvorgu er í einhverju uppáhaldi hjá mér.

En nóg um það.

GLEÐILEG JÓL ALLIR SAMAN. Vonandi sjáumst við á nýja árinu.

fimmtudagur, desember 18, 2008

Er alein heima einsog er, að hlusta á Japanska þungarokks hljómsveit sem heitir Dir En Grey. Sem er frábær hljómsveit og hafa þeir núna tekið fyrsta sætið úr músíklistanum mínum fyrir þetta árið. Og lýtur listinn út svona:

1. Dir En Grey - Uroboros
2. Opeth - Watershed
3. Kayo Dot - Blue Lambency Downward
4. Baby Dee - Safe Inside The Day
5. Nick Cave & The Bad Seeds - Dig!!! Lazarus Dig!!!
6. Meshuggah - ObZen
7. SepticFlesh - Communion
8. Anathema - Hindsight
9. Biomechanical - Cannibilised
10. Death Angel - Killing Season.
11. Communic - Payment of Existence
12. Mechanical Poet - Eidoline: The Arrakeen Code.
13. Marillion - Happiness is the road
14. Cynic - Traced in Air.
15. Agalloch - The White

Kaitlyn er í Ulverston einsog er og mun eyða Jólunum þar, og kemur svo aftur rétt fyrir Nýárið. Hata það þegar hún er ekki hérna. Algjörlega HATA ÞAÐ! Hún skreytti jólatréið, alveg sjálf.

----
Nóg um það, hef loksins náð að róa niður eftir að ég las að Þórður hafi verið rekin frá HSSA. Útaf því að hann sofnaði á næturvakt. Sem fékk mig til að hugsa, mikið. Og það sem kom mér á óvart er auðvitað það að hann hafi verið rekin fyrir þetta. Er eitthvað að nýju Hjúkrunarforstjóranum? Ég bara spyr. Ég reyndi að muna eftir hverjir hafa sofnað á næturvakt þar, og þegar ég gafst upp á því þá taldi ég upp þau sem hafa aldrei(Alla vega á meðan ég vann með þeim) sofnað á næturvakt, og ég taldi upp tvö nöfn.... bíðið aðeins ég skal fara yfir þessar tölru aftur, þær eru soldið skrýtnar... TVÖ nöfn, 2 Nöfn, T-V-Ö nöfn.

Ég skal byrja á þessu. ÞAÐ ER ÓNÁTTURULEGT AÐ VAKA Í ALLA NÓTT, ég veit að sumir geta þetta, en þó yfirleitt í mjög stuttan tíma. Sérstaklega erfitt þegar maður blandar dagvaktir inn á milli. Það er ÓNÁTTURLEGT. Og auk þess stórhættulegt fyrir líkaman, ónæmiskerfið og bakið sérstaklega. Hvað með það ef einhver sofnar um nóttinna? Fjandinn hafi það, til þess eru nætur. Og ef eitthvað gerist á meðan ein starfsmaðurinn er vakandi þá ætti sá starfsmaður að stjaka aðeins við þeim sofnandi. Er það svona andskoti fáránlega erfitt!!!! Vona að þessi kelling sem kvartaði yfir Þórði eigi eftir að brenna í helvíti. Já ég er REIÐUR. Og sár. Ég elskaði sjálfur að vinna þarna, en einhvern veginn mun mig ekki langa að vinna þar aftur ef þetta er það sem er að gerast þarna.

laugardagur, nóvember 29, 2008

Hef verið að skemmta mér við að versla og hef keypt á síðustu dögum eftirfarandi gripi:
Das Experiment
og útaf þessari mynd hef ég fjárfest í The Lucifer Effect eftir Philip Zimbardo sem fjallar um tilraun sem hann sá um sem gekk undir nafninu The Stanford Prison Experiment, sem var rosalega tilraun í að sjá hvernig fólk mundi bregðast við að vera í bæði fangar og fangelsisverðir, tilraunin átti að vera í 14 daga en var svo stöðvuð eftir 6 daga útaf grimmdarverkum og þess háttar. Og líka Obedience to Authority eftir Stanley Milgram sem fjallar um tilraun sem hann gerði sem kallast The Milgram Experiment sem var önnur frekar rosaleg tilraun.

Svo hef ég keypt The Downfall sem fjallar um síðustu daga Hitlers í stjórn. Mér hefur langað að sjá þessa mynd í soldið langan tíma og það sem mér fannst alltaf frekar sorglegt að lesa var þegar fólk var að gagnrýna þessa mynd útaf því að Hitler virðist mannlegur í henni! Já hann virðist mannlegur útaf því að hann var maður! Sjitt, hannn hafði tilfinningar, hann átti foreldra, hann átti kærustu og þess háttar. Ég veit að hann var hræðilegur maður en það var hann Stalín líka og til þess að stöðva einn fjöldamorðingja þá þurfti Bandalagsmennirnir(Churchill og Roosevelt) að fá annan fjöldamorðingja til aðstoðar, ekki ósvipað og Clarice þurfti á Dr. Lecter.

Svo hef ég keypt Rakoth - Planshift, Eternal Defomrity - Frozen Circus og Negura Bunget - OM. Rakoth er Folk-Metal hljómsveit frá Rússlandi og hef ég haft gaman af þeim síðan ég hlustaði á plötunna þeirra Jabberworks með einum félaga mínum, rosalega skemmtileg tónlist þarna á ferð. Eternal Defomrity eru frá Pólandi og spila þeir það sem kallast Avant Garde Metal, og þessi plata Frozen Circus er andskoti djöfullalega góð, með eitt Depeche Mode kover sem þeir gera rosalega vel. Negura Bunget eru kannski erfiðasta bandið hérna frá Rúmeníu, spila þeir Svörtumetal í sínu eigin tungumáli, það er ekki oft sungið og þegar það er sungið þá er það meira fyrir áhrifinn. Og er OM líklega ein besta svörtumetal plata sem hefur verið gefin út.

Og síðast en ekki síst þá hef ég keypt þetta meistaraverk:



Jíhaaaaa. Ég get ekki beðið eftir að horfa á þessi meistaverk!

föstudagur, nóvember 21, 2008

Var að uppfæra MP3 safnið mitt og er ég núna með 11128 MP3 skjöl, sjjhhhittt. Ef ég reikna með að hvert lag er u.þ.b. 4 mínútur(Þó ég hlusti meira á Epik progrssive tónlist) þá er ég með 44512 mínútur af tónlist. 741,86 klukkutímar, þannig ef ég hlusta á allt saman 8 klukkutíma á dag þá ætti það bara taka mig u.þ.b. 93 daga til að hlusta á þetta safn...























Sjáumst á næsta ári.

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Og svo má bæta við Íslenskan lakkrís og mikið af því og svo auðvitað þennan Überflotta frakka. Helst í þessum smáatriðum:
Size 40/38
Colour: Black all one solid colour
Cuff Length Cape
Wool Lining
Sew on buttons

Mmmmmmmmmmmm.

mánudagur, nóvember 17, 2008

Það er búið að vera gaman hér síðustu dagana, konan kom aftur frá Þýskalandi og erum við búin að skemmta okkur vel. Hef ekki séð konuna síðan í Águst, það er soldið takmarkað hvað hægri handleggurinn getur reynt á sig.

Fórum á djammið á föstudaginn(Gvuð hvað ég hata næturklúbba) og var soldið spes að fylgjast með öðrum gæjum að reyna við kærustuna. Spes reynsla, soldið óþægileg, en ég skildi þá alveg, hún var FLOTT.

Við fórum svo í bíó á Laugardaginn og horfðum á Quantom of Solace sem var bara nokkuð góð fyrir utan helvítis titillagið.

Það sem hefur komið best úr því síðan hún Ve kom hingað var hvað henni Kaitlyn þykir mikið vænt um hana og sagði tí og æ hvað hún elskaði Ve mikið og þótti gaman að hafa hana hér, svo mikið að hún Kaitlyn Björg þurfti ekki á mér að halda lengur!


En hún er svo að fara aftur til Þýskalands á morgun og mun ég líklega ekki sjá hana aftur fyrr en á næsta ári...

Mér líkar ekki vel við það
----



----
Mig hlakkar nú ekki mikið til um Jólin þar sem ég mun húka hérna einn heima, enginn fjölskylda, dóttirin hjá mömmu sinni um jólin, kærastan á Þýskalandi, restinn af fjölskyldunni annaðhvort á Íslandi eða í Kanada.

En Jólaóskalistinn minn er svo:

Trommuheili


Creative Zen Vision helst 60 gb.

ÞETTA hjól

Privileged Ape
eftir Jack Cohen.

Flugmiðar til Íslands


og svo auðvitað Kaffi, harðfiskur, íslenskar bækur og líklega margt margt fleira

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Ég vona, ég vona, ég vona að Cynthia McKinney muni vinna forsetakosningarnar í BNA.

miðvikudagur, október 29, 2008



Af hverju... af hverju... af hverju vilja konur tala við MIG um sambands-vandamálin sín?

Er ekki að fatta þetta. Já ég veit ég hef verið giftur og skilin og hef átt ýmis vandamál sjálfur. En Ésus minn eini hvað er að gerast? Ég á nógu erfitt með að skilja sjálfan mig hvað þá konur! Konur eru eitthvað svo helvíti skrýtnar og eiga það til að byrja á rifrildi útaf engu. Las þráð sem heitir "Hver er skrýtnasta ástæðan sem konan þín hefur rifist við þig um?". Og furðulegasta ástæðan sem ég hef séð var "Mig dreymdi að þú varst að ríða annarri konu", Hvað í andskotanum er að gerast? Er þetta satt? 'Eg vona ekki, allavega kom það aldrei fyrir mig þó aðrar fáránlegar ástæður voru notaðar.

En ég vil samt fá að vita, af hverju konur(ekki allar en þó nokkuð margar) vilja endilega spjalla við mig um þeirra vandamál, og ekki bara um samböndin þeirra gvuð minn almáttugur nei... það er nú það allra síst af því... helvítis blæðingar.