mánudagur, maí 26, 2008

Ætti ég að skrifa eitt blogg eða kíkja á pöbbinn með bók í hendi? Þetta er spurning sem ég spyr mig alltaf þegar hún Kaitlyn er með móður sinni.

Loksins þá virðist sem að skilnaður sé að enda, loksins. 6 ár, 3 ár giftur... soldið skrítið að vera 24 og fráskilin, einstæður faðir... en það besta við það er að ég sé ekki eftir neinu af því sem hefur komið fyrir. Þessi reynsla á eftir að vera mér góð, það þýðir ekkert að segja að hjáonabandið var eitt stórt slys, það var það alls ekki, en svona gerist og það gerðist hjá mér. Shit happens and now I just have to compost it, er það sem ég hef sagt síðan þetta byrjaði.

Vonandi mun ég geta komist til Íslands í Júlí ef allt fer eftir áætlun, þó að foreldrar hennar Sono er frekar þrjósk yfir að ljá mér vegabréfið hennar Kaitlyn.

Ætla að kíkja húðflúr-studíó á morgun og kannski skella einu huðflúri á vinstri handlegginn.

Ég og Ve fórum í gönguferð í gær til Caton sem tók u.þ.b. 2 klukkutíma, löbbuðum með fram ánni Lune og sáum margt fallegt. Stoppuðum við á pöbb sem heitir The Station og fengum okkur að eta og löbbuðum svo sömu leiðinna aftur heim. Horfðum á Jarhead þegar við komum heim sem er ágættis mynd.

Í dag hefur mér bara leiðst, þannig ég kláraði Darkly Dreaming Dexter sem ég keypti eftir ég horfði á fyrstu seríunna sem var helvíti góð. En þetta er eitt af þeim fáum skiptum sem mér fannst bókin ekki jafngóð og myndinn/þættirnir. Bókinn var góð, en bara ekki jafngóð og þættirnir.

Kláraði aðra bók um daginn sem hér Bill Hicks: Agent of Evolution eftir Kevin Booth. Mjög góð bók og mjög áhugaverð, yfirleitt er ég ekki hrifin af ævisögum en ég varð nú bara að lesa þessa bók, þar sem ég er mikill aðdáandi Bill Hicks.

Hef verið að sækja um fleiri vinnur. Ég nenni ekki lengur að vera í heilsubransanum. Vil eitthvað nýtt...

sunnudagur, maí 18, 2008

Ég er á leiðinni til Íslands 4 júlí. Vippí.

Fór á fyllerí með vinnufélugum í gær sem var nokkuð skemmtilegt. Mikið drukkið og mikið hlegið. Fór reyndar heim soldið snemma, man nú ekki eftir því að koma heim en það næsta sem ég man var að skipta á rúminnu mínu útaf því að ég ældi aftur á rúmið... Var að reyna að herma eftir Jimi Hendrix sem er nu ekki góð hugmynd. Þegar ég vaknaði svo almennilega í dag þá borðaði ég stóra pítsusneið í morgunmat og drakk 3 flöskur af Powerade. Hungover no more.

Er svo sem ekkert nýtt að frétta hérna, hef verið að hlusta á orðróma um sjálfan mig í vinnunni... ef þessar sögur eru sannar þá er ég að ríða hverri einustu stelpu sem vinna með mér... fjandinn hafi það hvað ég er góður án þess að vita af því sjálfur.

Hef verið að hlusta á nokkuð mikið af tónlist einsog venjulega. Halaði niður Warrel Dane - Praises to the war machine, staðfesting á því að maðurinn er einn af bestu söngvurum sem eru að munda míkrafóninn í dag. Testament - The Formation of Damnation, djörsi mörsi, vá, verð nú að segja ða mér hefur eignilega aldrei líkað vel við Thrash Metal, alltaf fundist Metallica ofmetnir, Megadeth óþolandi, en svo byrjaði ég að hlusta á Death Angel, Armored Saint og Testament. Og svo náði ég í Gardenian hljómsveit frá Svíþjóð og plöturnar sem ég fékk eru með söngvara sem heitir Eric Hawk... einhver kannast við hann?

sunnudagur, maí 04, 2008

Kaitlyn átti afmæli í gær. Það var mjög gaman. Við byrjuðum á deginum á því að baka skúffuköku, sem var afskaplega gómsæt. Mamma, Amma, Björg, Snæja og Fúsi komu svo í heimsókn, og mikið var gaman að sjá þau.

Við eyddum mest af deginum í garðinum útaf því að það var andskoti heitt, og spjalla yfir kaffi og köku.

Hún Kaitlyn var mjög ánægð með daginn, sérstaklega að rífa alla pakkana og skoða bækurnar og fötin sem henni voru gefin. Og hún gat ekki hætt að éta kökuna. Hún fékk einsog ég sagði fullt af bókum, svuntu, föt, náttkjól, regngalla og frakka. Svo gaf ég henni rólu til að setja í garðinn og eyddum við skyldfólkið smátíma í að lesa leiðbeiningarnar, henda leiðbeinungunum, og svo setja upp rólunna.



Ég var hálf-tómur þegar þau fóru svo aftur eftir 5 klukkutíma, vildi nú óska þess að það hefði verið lengur. En ó jæja. Nýja myndir af henni Kaitlyn Björgu eru tilbúnar núna.

Einsog er þá er ég að hlusta á Death Angel - Act III... frábær Thrash metall.

miðvikudagur, apríl 30, 2008

Hmmm. Já svona er það.

Ég hef einsog venjulega verið að hlusta á mikið af tónlist, ákvað að setja mest af mínum geisladiskum á tölvunna og er því komin með 4446 lög á harða diskunum, ekki slæmt.

Einsog er þá er ég að hlusta á Armored Saint - Revelation, hljómsveit sem inniheldur líklega einn besta rokksöngvara sem er að munda míkrafónin í dag.

En það er eitt sem ég hef meira dálæti fyrir og það er tónlist frá Þýskalandi... er ekki alveg viss um hvað það er... EN, það er eitthvað við Þýskar hljómsveitir sem ég hef rosalega gaman af. Ætli það hafi ekki byrjað með Rammstein á sínum tíma og hef ég en mjög gaman af þeim og svo frá Rammstein þá var það Einsturzende Neubauten.

En besta uppgötvunin mín er líklega Disillusion - Back To The Times of Splendor, 6 lög... 56 mínútur... Eitt lag er yfir 17 mínútur, titillagið er yfir 14 mínútur... Vá... hvað er hægt að kalla þessa tónlist, Death-Progressive-Classical-Power-Black Metall. Sú plata hoppaði beint í stæði númer 2 yfir bestu þungarokksplötur allra tíma beint á eftir Chemical Wedding með Bruce Dickinson. Fyrst þegar ég hlustaði á þá plöt þá hélt ég að það voru 3 söngvarar... nei nei, bara einn, hann Vurtox með mega-barka. Og svo hélt ég að það voru að minnsta kosti 6 hljóðfæraleikarar, nei bara 3. Fjandinn hafi það þarna eru sko fáránlegir hæfileikar á ferð.

Önnur hljómsveit sem ég er meira og minna alltaf að hlusta á er Vanden Plas, sérstaklega platan þeirra Christ.O sem er byggð á bókinni The Count of Monte Christo. Dúndrandi plata þar á ferð. Fyrir þá sem vilja vita hvernig þeir hljóma þá er líklega best að kalla þá Dream Theater frá Þýskalandi án hljómfærarúnki. Andy Kuntz(Aumingja maðurinn, brandararnir sem hann þarf að hlusta á þegar hann fer til BNA og Bretlands.) er næst uppáhalds söngvarinn minn á eftir Bruce Dickinson. Maðurinn er með rosalega sterka söngrödd og hef ég ekki heyrt falska nótu koma frá honum. Vanden Plas hljómsveitin sjálf hafa verið með uppteknir við að setja upp allskonar söngleiki einsog Jesus Christ Superstar, Ludus Danielis - The Play of Daniel, Nostradamus og meira. Andy Kuntz gaf út plötu sem heitir Abydos(Önnur gæða þýska plata) og setti hann það upp sem söngleik líka. Á Christ.O er lag úr Jesus Christ Superstar sem er spilað sem þungarokkslag, Gethsemane, þannig ef þið getið, halið því lagi niður.

Önnur hljómsveit er ég þarf að minnast á er Enid. Þeir vilja kalla sig Independent Metal, sem er nokkuð góð lýsing en þó ekki. Ef þú hefur gaman af klassískri tónlist þá mæli ég með þeim, ef þú hefur gaman af Folk tónlist þá mæli ég með þeim, ef þú efur gaman af Black Metal, þá mæli ég með þeim. Það er einsog að þeir sem eru í þeirri hljómsveit bæta alltaf við einu hráefni í pottinn bara til að gá hvernig það muni hljóma og hingað til þá hefur það aldrei hljómað verr en frábært. Plöturnar sem ég keypti voru Gradwanderer og Seelenspiegel. Þetta eru plötur sem þarf að hlusta á nokkrum sinnum.

Aðrar hljómsveitir frá þessu landi eru Megaherz, Helloween, Angel Dust, Kreator, Bohren & Der Club of Gore(Takk fyrir Þórður), Emigrate, Blind Guardian, Scorpions(auðvitað), MSG, Masterplan og það eru líklega fleiri sem ég bara man ekki eftir einsog er.

laugardagur, apríl 19, 2008

Er að sækja um nýja vinnu. Held það sé tími fyrir mig að hætti í heilsubransanum, er búin að vera í því með hléum síðan September 2000. Þannig þessi vinna ætti að vera skemmtileg, passar vel í tímana sem ég vil 9-5 og er bara rétt handan við hornið frá mér... Skilorðseftirlitsmaður... hlýtur að vera skemmtilegt djobb

fimmtudagur, apríl 10, 2008

Keswick

Gullfallegur staður, beint í miðju Vatnahéraðsins. Við fegðinin fórum þangað í dag, aðalega útaf því að það var Markaðsdagur þar í dag. En ég keypti ekkert nema nýjann bakpoka. Þessi staður minnir mig rosalega mikið á Hornafjörð, meira og minna algjörlega einangrað. Fjöll til Suðurs, Vesturs, Norðurs og til austurs er Derwentwater. Lítið stöðuvatn er Ésu minn eini hvað það er fallegt.

Veðrið var frekar leiðinlegt, en það var gott að geta farið út úr Lancaster, jafn mikið og mér líkar vel við þann bæ. Það tók 150 mínútur að komast þangað með rútu, en það var þess virði.

Við Kaitlyn löbbuðum aðalega í kringum Keswick skoðuðum nokkrar búðir og stoppuðum við í safninu sem er þarna. Safnið er lítið, mjög lítið, en mjög áhugavert... meðal annars þá eru þau með dauðan kött í kassa! Yfir 500 ára gamalt sem fannst í rústir á einhverri kirkju þarna í Keswick. Einhver hafði hugsað um köttinn hans Schrödinger áður en hann fæddist, er ég nokkuð viss um að hann Schrödinger mundir finna húmorinn í þessi.

Og mikið af uppstoppuðum fuglum einsog þessi.

En það er svosem það. Það má skoða fleiri myndir þarna.

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Hef verið síðustu vikunna látið skeggið mitt vaxa, bara útaf því ég nenni ekki að raka mig. En ég hef aldrei skilið hvað er málið með skegglitinn... ég er hálf-öfundsjúkur útí Þórð að hafa svona massa engifers-skegg, en ég fæ svona Tekníkolor-skegg. Það er ekki bara rautt, það má finna brúnt og svart og meirað segja hvítt, ekki grátt, heldur HELVÍTIS HVÍTT!!!! Ef einhver þarna getur grafið upp upplýsingar um hvaða gen hafa skapað þennan furðulega skeggvöxt hafið þá samband við mig.

Verð nú að segja að ég er frekar öfundsjúkur út í hann Þórð. Ég mundi elska að taka þátt ú uppsetningu á Rocky Horror Show. Það hlutverk sem mig langaði nú mest í var Brad, en ég er andskoti viss um að hann frændi minn eigi eftir að fara vel með það hlutverk. Ég væri líka til í að taka þátt í Singin' in the Rain sem hún konan mín er að taka þátt í... en ö jæja, einhvern tímann í framtíðinni. En ég er líka með soldin draum einsog hann Þórður dreymir um að setja upp Ziltod Hinn Alvitri, þá mundi ég elska að setja upp The Human Equation eftir Arjen Lucassen, sem ég er viss um að væri mjög flott uppsetning, með stórri stórri hljómsveit.

mánudagur, mars 24, 2008

Nýjar myndir gott fólk. Ég vona að páskahelgin hafi farið vel með ykkur og TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA.

föstudagur, mars 21, 2008

Hver vill kaupa þetta? Mér finnst þetta júber-kúl

föstudagur, mars 14, 2008

Síðustu 2 daga hefur mér liðið rosalega vel, fáranlega vel. Man ekki hvenær mér leið svona vel.

Pikk öp línan virkaði mjög vel.

þriðjudagur, mars 11, 2008

Blogg númer 450 síðan 2003. Sá á Mbl.is að það sé annað óveður í aðsigi hér á landi. Áður en fólk spyr mig, það er allt í fína lagi þar sem ég bý, soldið geðklofið veður, einsog í gær, byrjaði með rigningu og vindi, síðan kom sólin út, síðan rigningm, eftir það haglél og dagurinn endaði með léttskýjuðu veðri.

Það er í sjálfu sér enginn munur á að búa hér í Norð-vestur Englandi og að búa þarna á Íslandi.

Á von á gesti á morgun, kvenkyns, sem mig hlakkar soldið til, ætla að elda Basa fisk í tempura, sætkartöflumús og einhver skonar grænmeti. Og svo nota pikk-öpp línunna hans Dogberts "Criticism completes me" eða fyrir þá sem kunna ekki ensku "Að vera gagnrýndur fullkomnar mig".

mánudagur, mars 10, 2008


Já, þetta virðist vera besta pikk-up lína allra tíma

föstudagur, mars 07, 2008

Það er alltaf gott að hafa stjóra sem er með góðan húmor, stjórinn minn finnst rosalega gaman að ljúga að fólki sem er frekar fávíst... það er ein kona sem ég vinn með sem ég á mjög erfitt með að vinna með, rasisti, heldur að aldur er sama og reynsla, þaes útaf því að hún er yfir þennan vissa aldur þá getur hún gefið skipun, en hún er andskoti fávís... einn góðan veðurdag þá var hún að spyrjast fyrir um hvar væri gott að fara til Mexíkó, og stjórinn minn sagði að hann hafði heyrt um þennan frábæra sumarbústað á stað sem heitir Guantanamo Bay, þar sem fólk getur setið í sólinni allann daginn, lesið eins margar bækur og þau geta og klætt sig í appelsínugul jakkaföt... þessi kona fór beint á googlið og leitaði af Guantanamo Bay í Mexíkó, með mikilli tilhlökkun.

Múhahahahahahahahahahahaha

miðvikudagur, mars 05, 2008

Það er ekkert mikið af frétta héðan, lífið er búið að vera helvíti gott. Er byrjaður að læra á gítarinn aðeins meira. Hef verið að daðra við eina konu, þó að ég hafi nú ekki náð að gera alveg einsog minn ástkæri bróðir. Þó að manni megi dreyma, ekki um hann í nakinn í rúmi þeas. Og ég mundi nú ekki skrifa um það þegar það kemur fyrir, þó mér fannst þetta helvíti flott hjá kallinum.

Hef verið að drekkja mér í allskonar tónlist síðast liðnu daga, Bohren & Der Club of Gore, Death Angel, Armored Saint, Ephel Duath, Baby Dee, Andrew WK, Ribozyme, Einherjer, Killing Joke. Mæli með þeim öllum.

Fór á fyllerí síðasta föstudag sem var ekki góð hugmynd, þar sem ég þurfti að mæta í vinnunna daginn eftir klukkan 0700. Úpps. Mæti klukkann 0900, en ekki fyrr en ég tók eftir því að ég hafði sofið mest alla nóttinna í mínu eigin uppkasti, sem var ekki fallegt, svart og kornótt, leit út einsog kaffikvörn. Hmmmmm, kannski ég ætti að kíkja við hjá lækninum.

Kaitlyn er í góðu stuði einsog venjulega, hún er orðin algjör þungarokks gella. Hún hefur sungið í míkrafóninn
Photobucket

og svo keypti ég þennan fína bol handa henni.
Photobucket

Og svo eru komnar nýja myndir af prinsessunni.

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Þrjár mjög áhugaverðar greinar sem mér finnst mjög áhugaverðar.

Hemp-Myth, Food Myths og Bipolar Disorder.

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Við feðginin fórum aðeins út að labba í dag og fórum við til Williamson Park sem er gullfallegur staður. Sáum við meðal annars Bláþyrill(Fyrirgefðu Bjössi en ég náði ekki að taka mynd) og fórum við í Fiðrildahúsið sem er þar og smádýrasafnið. Þetta var andskoti góður dagur á má sjá myndirnar hérna.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Mér leiðist, mér leiðist, mér leiðist, mér leiðist.

Ja mér hundleiðist. Ég hef verið í fríi síðan síðasta laugardag og Kaitlyn hefur verið með mömmu sinni útaf því að það er frí í skólanum þessa vikuna. Mér hefur leiðst svop mikið að ég byrjaði að taka til í húsinu, skúra, sópa, ryksuga og henda rusl í, öööhhh, ruslið, strauja fötin(nei ekki sokkanna) og svo framvegis.

Jeddúddamía, hvað mér LEIÐIST!!!!!

Hef reyndar farið út soldið meira en venjulega til að dreypa á bjór, hef verið að prófa öll þessi ótrulegu bjór sem er á boði hérna í Bretlandi, sum furðuleg, önnur ógeðsleg en þó nokkur andskoti góð.

"Á ég að velgja bjórinn þinn?"

En nú mun leiðindi hverfa útaf því að hún Kaitlyn Björg er að koma heim! Vúhú.

Annað í fréttum, ég keypti albúm með tónlistarkonu sem kallar sig Baby Dee og heitir diskurinn Safe Inside The Day. Fyrir þá sem hafa gaman af djassi, blús, baroque tonlist og Tom Waits ættu að kaupa þann disk.

mánudagur, febrúar 18, 2008

Tölvan loksins komin í lag, og ég sá þetta.

laugardagur, febrúar 16, 2008

Jæja ætla að uppfæra tölvunna.... einu sinni enn.

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Já konur eru sko furðulegar, eða allavega það sem þau tala um er furðulegt, ég hef lengi velt því fyrir mér hvort þau tali um Megrun og hversu tíðar tíðingar þeirra eru, eða er það bara útaf því ég er þarna?

Og af hverju er alltaf svona erfitt að tala við konur sem maður er hrifin af? Á alltaf erfitt með það, sheesh.

Konur... ég yrði rosalega þakklátur ef einhver ykkar getur gefið mér ráð.