miðvikudagur, júlí 25, 2007

Ésus minn eini... hvað er í gangi... mér líður illa(sem ég mun útskýra einhvern annan dag)... líður alveg hreint ömurlega... var út rétt áðan að reykja og á meðan ég er að reykja(og líðan ömurleg) þá ákveður þessi massa stóra mölfluga að hún sé Kamikaze fluga og flýgur beint á höfuðið mitt... aftur og aftur og aftur... ANDSKOTINN HAFI ÞAÐ.... HVAÐ ER AÐ GERAST.... svo og ekki nóg með það þá hótar skrifar hann Óli Sindri þetta hlevítisblogg og nú get ég ekki hætt að hafa áhyggjur af veskinu mínu og ég sé enga lyftara.... og það er ekkert kerti hérna þar sem ég er að vinna!!!!!!!!

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Fyrir þá sem muna eftir Elite þá mæli ég með þessum leik

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

Einn stærsti leikur sem ég hef spilað

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Það er margt furðulegt hérna í Bretlandi... einsog allir vita þá er of mikill sykur vondur fyrir tennurnar, þannig maður ætti ný að búast við því að það er enginn sykur í tannkremi... en af hverju er þetta þá útskýrt á þessari túbu:

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket
konur eru furðulegar

mánudagur, júlí 16, 2007

Uppáhalds Star Trek serían mín er Deep Space 9... hef horft á þessa seríu 3 sinnum og hún er alltaf jafn góð og uppáhalds karakterinn minn er án efa Elim Garak og hér eru nokkrar snilldartilvitnanir frá honum:

[after Bashir tells the story of The Boy Who Cried Wolf]
Dr. Julian Bashir: The point is, if you lie all the time, nobody's going to believe you, even when you're telling the truth.
Elim Garak: Are you sure that's the point, doctor?
Dr. Julian Bashir: Of course. What else could it be?
Elim Garak: That you should never tell the same lie twice.

Elim Garak: Lying is a skill like any other and if you want to maintain a level of excellence you have to practice constantly.

Elim Garak: That's why you came to me, isn't it, Captain? Because you knew I could do those things that you weren't capable of doing? Well, it worked. And you'll get what you want: a war between the Romulans and the Dominion. And if your conscience is bothering you, you should soothe it with the knowledge that you may have just saved the entire Alpha Quadrant. And all it cost was the life of one Romulan senator, one criminal, and the self-respect of one Starfleet officer. I don't know about you, but I'd call that a bargain.

Og síðast en ekki síst
On the contrary, Doctor, I always hope for the best, it's just that experience has taught me to expect the worst

sunnudagur, júlí 15, 2007

Abandonia er snilldarsíða elska þessa vefsíðu... fékk leikinn Might & Magic III sem er frábær leikur og ég hef verið að spila hann síðustu daganna... rosalega er þetta risa stór leikur frábær... sem betur fer er ég einn heima þannig ég get leikið mér eins mikið og ég vil á honum...

laugardagur, júlí 14, 2007

Var að dánlóda fyrstu tvær plöturnar með Disillusion The Porter og Three Neuron Kings... sem eru frábæerar litlar plötur og svo útaf og honum Þórði fékk ég líka Opeth plöturnar Deliverence og Damnation.... sem eru VÁ góðar og Nile - Amongst The Catacombs Of Nephren-Ka og In Their Darkened Shrines sem eru eiginlega ekkert voðalega góðar... alla vega sé ég ekki muninn á þeim og Death... en Damnation með Opeth er rosalega... Vá... ég meina VÁ.

föstudagur, júlí 13, 2007

Gvuð hvað mér leiðist.... arrrrgggghhhh.... Sono og Kaitlyn fóru til Ulverston og mér leiðist... ég þarf að vinna... er búin að gera 2 næturvaktir og á eftir að vinna 2 í viðbót....

þriðjudagur, júlí 10, 2007

Nú er ég loksins komin heim... þurftum að gista eina nótt í hóteli í Manchester og komum svo loksins heim...

Það var alveg rosalega gaman á Íslandi... gaman að hitta fólk sem ég hafði ekki séð í 4 ár og kannski meira. Við tókum alveg fullt af myndum sem verðar settar hérna. Ég er að vona að við getum komist aftur á næsta ári. En við sjáum bara til.

Það fyrsta sem maður fékk að sjá var pallurinn hjá mömmu og pabba... loksins tilbúin... var vígjaður á Föstudaginn þegar við öll byrjuðum að drekka frekar mikið.

Við fórum í BBQ hjá Snæju frænku, það var gaman að skoða Odda, útaf því ég man eftir því hvernig það leit út þegar hann Einar frændi átti það.

Humarhátíðinn var mjög skemmtilega þó að það hefði nú mátt eitthvað meira að gera fyrir blessuð börnin... sem minnir nú á það að hún Kaitlyn Björg elskaði að vera svona dekkruð af fullt af ókunnugum... þó að hún fékk kvef.

Það var mikið drukkið sem er nú bara skylda á Íslandi...

Eftir það fórum við til Egilstaða í sund, stoppuðum við á Djúpavogi... sem var ágætt en hefði verið betra hefði nú ekki verið svona mikil rigning.

Síðan var eitt smá tíma í Reykjavík og fórum við Sono í Vandræðalegt teiti sem þær elsku systur mínar héldu og var það líka gaman. Daginn eftir var farið til Þingvalla, Geysir, Gullfoss og Flúðir, sem var mjög gaman... það er svo spes að vera túristi í sínu eigin landi.

Síðan dagin þegar við flugum út þá fórum við í Bláa Lónið sem er algjört yndi...

Ég ætla bara að enda á þessu með því að segja... Ég sakna ykkar allra og ég elska ykkur öll.

miðvikudagur, júní 20, 2007

Eg er að koma heim...

Beware of the Disciple

fimmtudagur, maí 24, 2007

sunnudagur, maí 20, 2007

Ég verð nú að segja að ég verð mjög mjög vonsvikinn ef Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn munu mynda ríkisstjórn... Múrinn segir þetta kannski best... Það var mitt matt að Samfylkinginn var stofnuð sem svona Anti-thesis á móti Sjálfstæðisflokkinum... og nú á að mynda stjórn með þeim... sem sannar nú bara að ef fólk getur komist í stjórnarvöld... þá gerir það hvað sem er... Make deal with the Devil...

laugardagur, maí 05, 2007

fimmtudagur, maí 03, 2007

Sú litla á afmæli í dag...

3 ár...
Flipp

Photo Sharing and Video Hosting at Photobucket

laugardagur, mars 31, 2007

föstudagur, mars 16, 2007

Jesús andskotans kristur, fyrir þá sem er alveg skítt sama um fótbolta heitið að lesa núna....



Samkvæmt þessum fréttum... Þá er Gareth Barry ekki valinn? Hvað í andskotanum... Wayne Bridge er meiddur og Ashley Cole er bannaður. Lausninn hans TannSkarðs er að velja annaðhvort Carragher eða Phil Neville.... HVUR FJANDINN... alltaf er vælt um hvað þeim vantar vinstrimann í enska landsliðinu.... og Gareth Barry er búin að spila mjög mjög mjög vel með Aston Villa.... P. Neville, sýndi í síðasta leik á móti Spáni að hann getur ekki spilað sem vinstribakvörður í landsleik... kannski með Everton á móti Watford en sorry það er bara alls ekki það sama.

mánudagur, mars 12, 2007

Jæja, ætli maður verði ekki að skrifa eitthvað hérna... Það hefur nú ekki mikið komið fyrir síðan ég bloggaði síðast. Setti nýjar myndir af dúllunni á netið. Hún litla systir kom og setti ég nokkrar myndir af því ævintýri. Og fórum við Sono á gig með nokkrum góðum hljómsveitum.

Í dag eftir vinnunna þá fór ég til nokkrar Pund-búðir og keypti fullt af berjaplöntum fyrir eitt pund stykkið, Bláber, Rauðber, Jarðaber og Hindber. Og sú litla ákvað að hjálpa til...

Og svo eftir það ætla ég að rækta baunir, gulrætur, radísur og meira og meira.

Svo er planið að sækja um hjúkkunámið næstu önn og klára það sem allra allra fyrst

miðvikudagur, desember 27, 2006

mánudagur, desember 25, 2006

Gleðileg jól gott fólk og farsælt komandi ár!

sunnudagur, desember 03, 2006

Já þvílíkur gleðidagur, hún Kaitlyn Björg er orðin stór stelpa. Gærkvöld þá ákvað ég að gá að því hvernig það mundi ganga að leyfa henni sofa án bleyju og í morgun þegar hún vaknaði þá var hún þurr einsog ónotaður klósettpappír.