þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Finnst engum öðrum þetta soldið fáránlegt:
Clinton fékk sér pylsu á Bæjarins bestu
Jey, hann fékk sér pylsu. Vá, stórmerkilegt maðurinn þarf að borða!!!!!!!

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Ætli maður verði nú ekki gefa betri skil á því sem hefur komið fyrir síðustu daga. Við skulum byrja á því að ég fékk e-mil frá Wanadoo(Mitt internetfyrirtæki) um það hvort ég gæti leiðrétt upplýsingarnar á því hvernig ég borga. Og ég neitaði útaf því ég var alltaf að fá e-mla sem sagði "Thank you, you've paid". Þannig ég hef ekki haft netið í næstum 2 vikur. Sem var bara ágætt.

Mamma, Pabbi, Ingibjörg og Alexandra komu síðan þann 4 Águst og var virkilega gaman að sjá þau öll sömul. En þessa nótt þurfti ég nú samt fara og vinna sem var svosem allt í lagi. En það var ferlega gaman þessa vikunna.

Ég og pabbi fórum síðan á pöbb sem kallast Bird-In-Hand til að spila nokkra billjardleiki og drekka kannski 2 bjóra, en sú áætlun endist nú ekki lengi.

7. Águst var nú stórdagur. Þennan dag giftumst við Sono og höfðum meir að segja 2 athafnir. Eina í ráðhúsinu og aðra í Hótelinu þar sem við héldum litla veislu. Sú í ráðhúsinu var til að fá pappírinn og í hótelinu þá fengum við eina vinkona, sem er Búddísk Nunna, til að gifta okkur með búddískri Athöfn.

Daginn eftir fórum við á smá gigg sem kallast The Gig in The Garden, þar sem nokkrar lókal hljómsveitir spiluðu og verð ég nú bara að segja að það eru helvíti margar góðar hljómsveitir hér en ein stóð þó uppúr og það var Sadie Hawkins Dance. Sem spilar svipaða tónlist og Guano Apes.

Síðan fóru mamma, pabbi, Ingibjörg og Alexandra til Kanada síðasta fimmtudag þar sem hann næstelsti bróðir minn, Hálfdan, er að fara að giftast þann 22.

Í gær var hún Kaitlyn viktuð og vó hún hvorki meira né minna en 7600 grömm(Blablabla merkúr) og heldur hún nú áfram að stækka.

Allt er núna frekar rólegt, í dag er minn síðasti frídagur.

Live long and Prosper

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já síðustu dagar hafa verið mjög skemmtilegir. Mamma, Pabbi, Ingibjörg og Alexandra ákváðu að koma til landsins og og heimsækja okkur og voru þau hér í Ulverston frá 4.8 til 11.8 og var nú mjög gaman, við pabbi fórum á pöbbinn fimmtudaginn var og urðum frekar fullir, alla vega man ég nú ekki eftir því að koma heim. Og síðasta laugardag þá giftumst við Sono og höfðum ekki bara eina athöfn heldur tvær. Eina í ráðhúsinu og só aðra í búddista athöfn í hótelinu. Núna er bara að bíða eftir því hvort hann Doddi bróðir komi hingað í heimsókn og taka hann kannski bara líka á pöbbinn.

En þetta er svo sem allt Þannig við sjáumst bara.

laugardagur, júlí 31, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Jæja. Það er snú langt síðan ég bloggaði og ætla ég nú að bæta fyrir það.

3. Ágúst, þá ætla foreldar mínir að koma í heimsókn og vera hér um smátíma.
7. Ágúst ætlum við Sono loksins að giftast og er allt tilbúið, Ráðhúsið, hótelið og Búddanunna sem ætlar að gifta okkur. Já þetta verður svo sannarlega gaman. Og hlakkar mig nú mikið til.

Kaitlyn er orðin 7 kíló og brosir og hjalar alla daga allan tímann og getum við nú rökrætt mikið.

Hef verið að lesa mikið síðustu daga. Var að klára Shadow Rising(Wheel of Time, book 4) og er að lesa fimmtu bókinna The Fires of heaven, Awakening of the West og What The Buddha taught.

Þetta er svo sem allt sem ég hef að segja í bili.

föstudagur, júlí 16, 2004

 Namu-Myoho-Renge-Kyo
 
Var að lesa áhugaverða grein á Alternet.org þar sem er verið að tala um peninganna sem hann Meistari Runni hefur eytt í þetta litla stríð hans. 151.000.000.000 dollarar. Sem er þrisvar sinnum meira en áætlað var, hefði hann Meistari Runni ekki farið í stríð þá hefði hann getað notað þennan pening til að:
Borgað fyrir heilsuþjónustu fyrir 23 milljón ótryggða Bandaríska þegna.
Keypt hús handa 27 milljón heimilislausa Bandaríska þegna.
Borgað árslaun fyrir 3 milljón grunnskólakennara.  Og margt margt meira.
 
Það sem kemur mér alltaf á óvart er hvað mannskepnan er grimm. En af hverju? Af hverju viljum við frekar eyðileggja en skapa? Það eina sem ég heyri er "Svona er manneskjan bara og hefur alltaf verið." En trúir fólk þessu virkilega? Trúir fólk því virkilega að mannskepnan var sköpuð til að eyða þessari plánetu og fara síðan á þá næstu? Einsog geimverurnar í Independence Day.
 
En af hverju spyr ég nú aftur? Það er svo miklu auðveldara að kaypa pensil og málningu og mála bara eitthvað. Taka upp blýant(Eða penna) og pappír og annaðhvort krota eitthvað eða skrifa. Eða setjast niður við tölvunna og opna Word(Eða Open Office) og skrifa.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Mig langar nú bara að fá að vita eitt. Ég veit ekki hvort það sé algilt eða hvort það sé bara hér á Bretlandi. Af hverju elska konur að tala illa um karlmenn, sérstaklega sína eigin? Ég vinn á hjúkrunarheimili og þar vinna bara 3 karlmenn, 1 hjúkrunarfræðingur og 2 starfsmenn, og þarf alltaf að hlusta á hvað við karlmenn erum lélegir. "Ahhh, you know what these men are like"(Æji, þú veist hvernig þessir karlmenn eru") Greinilega ekki.

þriðjudagur, júlí 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

jæja fólk. Já ég fékk kvörtun frá minni ástkæru systur, Alexöndru, um það að ég skrifa ekki nógu mikið um mitt eigið líf. Ja hvað get ég nú sagt. Það eina sem líf mitt hefur snúist í kringum er hún Kaitlyn Björg sem situr hér í fangi mínu grátandi. Hún er núna yfir 6 kíló og stjórnar heimilinu með járnhendi.

Í Águst mun nú allt gerast, þar sem foreldrar mínir og systur tvær ætla að koma í heimsókn og vera hér í 9 daga. Og ætla ég nú aða taka hann pabba beint í Pöbbinn, en nú þarf ég bara að velja hvaða pöbb útaf því það eru u.þ.b. 50 pöbbar hér í Ulverston.

... og svo mun ölið flæða.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Flettað í gegnum Mbl.is:

100 ára breskur karlmaður verður eiginkonu sinni að bana í nafni ástarinnar


Ekki veit ég nú hvort þetta telst sem sorgleg frétt eða ekki. "Það er margt skrýtið í kýrhausnum" einsog gamli maðurinn sagði. Og það sem fólk gerir ekki fyrir ást. Og ef satt skal segja þá skil ég þennan gamla mann mjög vel. Ég hefði val á milli dauða og fara á elliheimili og vera dauða þá mundi ég frekar vilja deyja.
---------------------------------------------------------
Segir al-Qaeda hyggja á árás í tengslum við forsetakjör í Bandaríkjunum

Og er það eitthvað nýtt? Hvaða stórmerkilega Bandaríska Þjóðdag hafa "Al-Qaeda og félagar ráðgert að ráðast á Bandaríkinn eða gera eitthvað stórt á þeim degi"?
---------------------------------------------------------
Nærri 400 Írakar drepnir í júní

Og hvenær lauk stríðinnu?
-----------------------------------------------------
Varaforseti kínverska þingsins í heimsókn

Á að banna allt gult aftur og fangelsa Falun Gong meðlimi útaf því þeir eru að mótmæla friðsamlega?
----------------------------------------------------
Já það er alltaf gaman að lesa Mbl.is

miðvikudagur, júlí 07, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Prog Metal Fan
You are a Prog Metal Fan. Progressive metal,
innovative stuff that transcends the boundaries
of standard heavy metal, is what it's all about
for you. The more intricate and difficult to
play, the better, and generic, simplistic stuff
just turns your stomach. You have a chance to
hear even more innovations and stunning musical
ability at shows. Your elitist attitudes rub
soe people the wrong way - they call you
pretentious, a snob, a wanker. But you know
they're just jealous because they don't
understand it.


What Kind of Metalhead Are You?
brought to you by Quizilla
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Aumingja hann Tony Blair. Þurfti loksins að játa að það engin vopn hafa fundist og munu líklega aldrei finnast. En af hverju vill hann Goggi gamli ekki sjá það? Ó nei "Saddam bjó yfir ásetningi, hann hafði getu" en þetta á við alla ekki satt? Væri ekki sniðugra að sýna fordæmi og eyða öllum sínum vopnum? Og hvað voru Bandaríkjamenn(Og Bretar) að nota til að drepa Íraka? "Weapons of Small Destruction"? Annars er þetta stórskemmtileg frétt

En er það bara ég. Er hann Davíð að horfa á Bush með hálfdýrkunnar augum?

sunnudagur, júlí 04, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo
Kom þetta virkilega einhverjum á óvart? Ég meina Grikkir unnu Portúgala í fyrsta leiknum og Frakkland og Tékkland þannig ég meina kom það virkilega einhverjum á óvart?

Og af hverju er hann Scolari að biðjast afsökunnar? Þetta er besti árangur Portúgala allra tíma síðan Vasco De Gama fór á túr til Indlands.
Namu-Myoho-Renge-Kyo

Það er nú alltaf gaman að lesa um Samsæriskenningar en þessa
hafði ég nú aldrei heyrt áður.

laugardagur, júlí 03, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Síðustu 2 dagar hafa verið heldur áhugaverðir. Í gær þá tók ég mig til og bakaði brauð og gekk það nokkuð vel og var brauðið mmmmmjög gott. Á meðan brauðið var að lyfta sér þá fórum við Sono að versla okkur föt og ákvað ég að vera mjög orginal og kaupa mér hvítar buxur og tveir skyrtur. Og leit ég út einsog Jack Nicholson úr As Godd as it Gets, mjög seksý.

Og í gær þá kom ein vinkona(sem heitir Stacy) Sono í heimsókn með sinn kærasta(Sem heitir Nuno og er frá Portúgal) og sinn son sem fæddist í Febrúar og heitir Koro. Og fyrst þau voru hér þá ákvað ég að elda heldur einfaldan mat en mjög góðan(Einsog venjulega:)) Og sá matur var Sojahakk, Pasta og Butternut Squash(Sem er víst Valhneta!!!) og auðvitað salat og nýbakað brauð og allt þetta með Rósarvín. Mmmmmmmm.

Ég og Nuno byrjuðum að tala mikið saman, sérstaklega um tónlist og fótbolta(Já England hefur þessi áhrif á mann). Og var það nú heldur ótrúlegt að hitt mann sem var á sömu bylgjulengd og ég. Og kynnti hann mér fyrir djöflalegri góðri hljómsveit frá Portúgal sem heitir Moonspell sem spilar dökkt þungarokk og hljómar t.d. söngvarinn soldið einsog rámur Till Lindemann. Mjög flott.

Í dag var Karnival hér í Ulverston og var mjög gaman. Og var helvíti góð ganga sem minnti mig á gamla góða Götuleikhúsið sem ég vildi nú óska að væri ennþá til(Ég veit að ég er ekki á Humrhátiðinni núna en ég veit að það er ekkert götuleikhús og veðrið er hræðilegt) Þannig hvernig væri að byrja á nýrri hreyfingu "Bring back the Götuleikhús"?

föstudagur, júlí 02, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Já ef ég veit nú ekki betur þá er Humarhátíðinn byrjuð, og á morgun mun verða Carnival hér Í Ulverston og í dag ætla ég að baka brauð.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Þetta var í matinn í dag,
Túnfiksur steiktur í Extra Virgin ólifolíu með lauk og hvítlauk, Salat með jöklasalat, radísur, epli og agúrku, gufusoðið Yam(Sweet potato), gufusoðið Butternut Squash(Ef einhver veit íslenska nafnið viljið þið segja mér) og pasta. Og verð ég nú bara að segja að þetta var frábært. Aldrei áður hafði ég nú etið Túnfisk steik hvað þá eldað það. En afskaplega ljúffengt.
----------------------------
Annars er ekki neitt nýtt að frétta nema það að sú litla er fer alltaf stækandi og býst ég nú bara við því að hún verði jafn stór og Svavar bróðir.
------------------------------------------
Þessi frétt finnst mér nú bara frábær:
"Bandarískir hermenn njóta ekki friðhelgi

Bandaríkin hafa gefist upp á að fá hermenn sína náðaða hjá hinum nýja alþjóðadómstóli, kemur fram á vefsíðu BBC. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafði þegar varað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna við að breyta viðmiðum sínum, meðal annars vegna þeirra atburða sem komið hafa fram í dagsljósið um misþyrmingar fangavarða á föngum í Írak..."

Nú langar mig að fá að vita. Af hverju eiga Bandarískir hermenn skilið að njóta friðhelgis en ekki t.d. Íraskir hermenn?
------------------------------------------------------------------

"Stóri hvellur varð í algjörri þögn

NASA
Mynd, sem tekin var úr Hubble-sjónaukanum langt út í alheiminn og sýnir um 10.000 stjörnuþokur eða vetrarbrautir. Hljóðin þarna úti ku ekki vera neitt sérstök.
Stjörnufræðingar við Háskólann í Virginíu í Bandaríkjunum hafa greint svokallaða bakgrunnsgeislun, sem varð til 400.000 árum eftir Stóra hvell. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamannanna varð alheimurinn ekki til við mikinn og háværan hvell heldur var um að ræða lágt hvísl sem breyttist í daufan gný. Gárur í geisluninni eru eins og hljóðbylgjur sem berast um alheiminn, segir Mark Whittle, sem fer fyrir stjörnufræðingunum. Á fyrstu milljón árum alheimsins breyttist „geimtónlistin“ úr dúr í moll. ".... HA?

mánudagur, júní 21, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Frábært samkvæmt þessari frétt þá mun nýja platan eftir Ramsmtein heita "Reise Reise" og á að koma út í September. Já mig hlakkar heldur mikið til.

fimmtudagur, júní 17, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Hæ hó jibbí jey jibbý jey jey Það er komin 17. Júní.......

þriðjudagur, júní 15, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

Nýjar myndir af Prinsessunni má sjá Hérna.

sunnudagur, júní 13, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

"Forseti Íslands hefur neitað lögum staðfestingar í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Nú er það í höndum forsætisráðherra að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu um lög um eignarhald á fjölmiðlum. Hefur forsætisráðherra lýst því yfir í fjölmiðlum að hann muni íhuga hvort forsetinn hafi yfirleitt rétt á að láta reyna á málskotsrétt samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar...."

Ha? Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig Davíð kemst að því að forsetinn sem var kosin af þjóðinni hafi EKKI rétt á því að nota málsskotsréttinn sinn?

Svo virðiist að þeir einu sem er þeirra skoðunnar að Stjórnarskráinn er ómerkilegt plagg eru þeir Davíð Oddson, Björna Bjarnasson og restinn af Sjálfstæðisliðinnu og líklega þó nokkrir frá Framsókn. Lesið t.d. þessa grein frá Skoðun.is svona sýnir nokkuð vel hvað þessi maður(Bjössi) ótrúlega lélegur stjórnmálamaður.

laugardagur, júní 12, 2004

Namu-Myoho-Renge-Kyo

"Death will come to each of us some day. We can die having fought hard for our beliefs and convictions, or we can die having failed to do so. Since the reality of death is the same in either case, isn't it far better that we set out on our journey toward the next existence in high spirits with a bright smile on our faces, knowing that everything we did, we did the very best we could, thrilling with the sense 'That was truly an interesting life'?"

Þetta skrifaði hann Daiksaku Ikeda í bókinni sinni "The Buddha in your mirror". Og þetta finnst mér nú vera algjört snilldarkvót. Og hef ég nú ekkert annarð til að bæta við, nema það að af hverju eru svona margir hræddir við að deyja? Ég held að þeir einu sem þurfa að vera hræddir við að deyja eru þeir sem trúa því að þú farir til helvítis(og samkvæmt nokkrum þá mun ég gera einmitt það) útaf því að þú eignaðist börn!
----------------------------------------
Læknarnir hér á Bretlandi eru andskoti spes. Þeir elska að nota sýklalyf og klóra síðan kollinn yfir því að Breskir spítalar eru öll með ónæmar bakteríur! Þessir læknar eiga það til að gefa sjúklingi vikuskammt af sýklalyfjum útaf því að hann/hún er með kvef... frábært!! Og ekki gleyma að ekki þvo um hendurnar kallinn. Þetta finnst mér vera nú aðeins of mikil þjóðardýrkun bara útaf því að Breskur sýklafræðingur að nafni Sir Alxender Fleming uppgvötaði þetta helvíti.

Oh jæja. hvað veit ég þeir hafa verið að læra þetta í 8 ár og ég er nú bara ómenntaður andkosti út í bæ.